Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1962, Síða 60

Andvari - 01.10.1962, Síða 60
298 GÍSLI GUÐMUNDSSON ANDVARI nokkrum árum, 1702—12. En það má tclja nokkurn veginn víst, að um alda- mótin 1700 og á fyrsta áratug 18. aldar hafi fé fækkað til muna, og komi það fram í fjártölu jarðabókarinnar. Sú álykt- un, að fénu hafi fækkað áður en skýrsl- urnar voru gerðar, styðst við tíðarfars- lýsingar frá þessum tíma, svo og þá stað- reynd, að sú rannsókn, sem látin var fara fram á högum þjóðarinnar, var gerð vegna þess, að stjórnendum landsins þótti illa horfa um afkomu hennar. Skulu nú nefnd nokkur dæmi um tíðarfar alda- mótaáranna, tekin úr sögu 17. og 18. aldar eftir dr. Pál E. Ólason: Arið 1696 var féllivetur mikill um land allt, og dóu margir úr hungri. Vet- urinn 1697 var harður, er á leið, og kall- aður vatnsleysuvetur. Varð þá mannfellir og mikil umferð þurfamanna. Hörku- vetur mikill var 1699, gengið á ísi yfir Ilvalfjörð, en skógar sliguðust af snjó- þunga og brotnuðu. Árið 1700 var kall- aður mannskaðavetur. 1701, 1702 og 1703 er talað um harðan vetur og harðindi. Árið 1705 var grashrestur sums staðar, en hey nýttust illa. Árið 1706 varð tjón mikið á heyjum, af ofviðrum. Var þá nefndur vindskaða- og jarðskjálftavetur. Slíkt árferði, sem hér er lýst, hefir að sjálfsögðu komið hart niður á sauðfjár- stofninum og stuðlað að fækkun hans, svo sem búskaparhættir voru í þá daga. En síðar fór fénu aftur fjölgandi og stóð svo fram yfir miðja öldina. Þá gerðist það nýmæli, að tekið var að flytja inn hrúta af útlendu kyni í því skyni að bæta fjár- stofninn, og var um skeið rekið fjárbú til kynblöndunar á Elliðavatni í Mosfells- sveit. Gátu bændur fengið fé þaðan. Var það einkum ætlan manna að bæta ullina með þessum hætti, enda voru þá klæða- verksmiðjur Skúla Magnússonar komnar á fót í Reykjavík. Hafa forystumenn lands- ins á þessum tíma, þ. e. fyrir rúmlega 200 árum, vafalaust verið nokkuð hjart- sýnir um framtíð sauðfjárræktarinnar, og lítt órað fyrir því, að á næstu þrem ára- tugum ætti íslenzki sauðfjárstofninn eftir að verða, ekki einu sinni, heldur tvívegis fyrir einhverjum mestu áföllum, sem yfir hann hafa dunið frá landnámstíð. Þessi áföll voru fjárkláðinn fyrri og móðuharð- indin. Fjárkláðans varð vart á Suðurlandi laust eftir 1760, og er talið, að hann hafi borizt hingað með einhverju af hinu inn- flutta fé, er fyrr var getið. Þessi plága herjaði mikinn hluta landsins um 20 ára skeið, og er talið, að drepizt hafi eða verið skorið niður á þeim tíma 280 þúsundir fjár eða sem svarar öllum þeim fjár- fjölda, er til var í landinu í byrjun ald- arinnar. Síðast var niðurskurðarhnífur- inn á lofti árið 1782. Vorið eftir, 1783, cr fjárfjöldinn þó áætlaður 236 þúsundir. En á því sama vorí dundu Skaftáreld- arnir og móðuharðindin yfir landið. Féllu þá fjórar kindur af hverjum fimm, er til voru, eða því sem næst á einu ári, og voru þá eftir 50 þúsundir tæpar eða rúmlega ein kind á hvern íbúa lands- ins, ef gert er ráð fyrir, að skýrslur séu nærri lagi. Eru til þess engin dæmi, svo að menn viti, að sauðfjárstofn lands- manna hafi goldið slíkt afhroð eða orðið svo lítill sem þá, og var þetta því óskap- legra, að helmingur nautgripanna og þrír fjórðu hrossanna féllu á þessu sama ári, ef rétt er frá sagt. Upp úr móðuharðindunum hófst al- menn söfnun búnaðarskýrslna hér á landi. Skýrslur þessar eru að vísu nokkuð glopp- óttar framan af, en athuganir og niður- stöður sr. Arnljóts Ólafssonar í hinni merkilcgu ritgerð hans um búnaðarhagi íslendinga í Skýrslum um landshagi á íslandi, II. bindi, gefa þó nokkuð sam- fellda mynd af sauðfjártölunni fram um miðja 19. öld að svo miklu leyti, sem hún
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.