Andvari - 01.10.1962, Síða 60
298
GÍSLI GUÐMUNDSSON
ANDVARI
nokkrum árum, 1702—12. En það má
tclja nokkurn veginn víst, að um alda-
mótin 1700 og á fyrsta áratug 18. aldar
hafi fé fækkað til muna, og komi það
fram í fjártölu jarðabókarinnar. Sú álykt-
un, að fénu hafi fækkað áður en skýrsl-
urnar voru gerðar, styðst við tíðarfars-
lýsingar frá þessum tíma, svo og þá stað-
reynd, að sú rannsókn, sem látin var
fara fram á högum þjóðarinnar, var gerð
vegna þess, að stjórnendum landsins þótti
illa horfa um afkomu hennar. Skulu nú
nefnd nokkur dæmi um tíðarfar alda-
mótaáranna, tekin úr sögu 17. og 18.
aldar eftir dr. Pál E. Ólason:
Arið 1696 var féllivetur mikill um
land allt, og dóu margir úr hungri. Vet-
urinn 1697 var harður, er á leið, og kall-
aður vatnsleysuvetur. Varð þá mannfellir
og mikil umferð þurfamanna. Hörku-
vetur mikill var 1699, gengið á ísi yfir
Ilvalfjörð, en skógar sliguðust af snjó-
þunga og brotnuðu. Árið 1700 var kall-
aður mannskaðavetur. 1701, 1702 og
1703 er talað um harðan vetur og harðindi.
Árið 1705 var grashrestur sums staðar, en
hey nýttust illa. Árið 1706 varð tjón
mikið á heyjum, af ofviðrum. Var þá
nefndur vindskaða- og jarðskjálftavetur.
Slíkt árferði, sem hér er lýst, hefir að
sjálfsögðu komið hart niður á sauðfjár-
stofninum og stuðlað að fækkun hans,
svo sem búskaparhættir voru í þá daga.
En síðar fór fénu aftur fjölgandi og stóð
svo fram yfir miðja öldina. Þá gerðist það
nýmæli, að tekið var að flytja inn hrúta
af útlendu kyni í því skyni að bæta fjár-
stofninn, og var um skeið rekið fjárbú
til kynblöndunar á Elliðavatni í Mosfells-
sveit. Gátu bændur fengið fé þaðan. Var
það einkum ætlan manna að bæta ullina
með þessum hætti, enda voru þá klæða-
verksmiðjur Skúla Magnússonar komnar
á fót í Reykjavík. Hafa forystumenn lands-
ins á þessum tíma, þ. e. fyrir rúmlega
200 árum, vafalaust verið nokkuð hjart-
sýnir um framtíð sauðfjárræktarinnar, og
lítt órað fyrir því, að á næstu þrem ára-
tugum ætti íslenzki sauðfjárstofninn eftir
að verða, ekki einu sinni, heldur tvívegis
fyrir einhverjum mestu áföllum, sem yfir
hann hafa dunið frá landnámstíð. Þessi
áföll voru fjárkláðinn fyrri og móðuharð-
indin.
Fjárkláðans varð vart á Suðurlandi
laust eftir 1760, og er talið, að hann hafi
borizt hingað með einhverju af hinu inn-
flutta fé, er fyrr var getið. Þessi plága
herjaði mikinn hluta landsins um 20 ára
skeið, og er talið, að drepizt hafi eða verið
skorið niður á þeim tíma 280 þúsundir
fjár eða sem svarar öllum þeim fjár-
fjölda, er til var í landinu í byrjun ald-
arinnar. Síðast var niðurskurðarhnífur-
inn á lofti árið 1782. Vorið eftir, 1783,
cr fjárfjöldinn þó áætlaður 236 þúsundir.
En á því sama vorí dundu Skaftáreld-
arnir og móðuharðindin yfir landið.
Féllu þá fjórar kindur af hverjum fimm,
er til voru, eða því sem næst á einu ári,
og voru þá eftir 50 þúsundir tæpar eða
rúmlega ein kind á hvern íbúa lands-
ins, ef gert er ráð fyrir, að skýrslur séu
nærri lagi. Eru til þess engin dæmi, svo
að menn viti, að sauðfjárstofn lands-
manna hafi goldið slíkt afhroð eða orðið
svo lítill sem þá, og var þetta því óskap-
legra, að helmingur nautgripanna og þrír
fjórðu hrossanna féllu á þessu sama ári,
ef rétt er frá sagt.
Upp úr móðuharðindunum hófst al-
menn söfnun búnaðarskýrslna hér á landi.
Skýrslur þessar eru að vísu nokkuð glopp-
óttar framan af, en athuganir og niður-
stöður sr. Arnljóts Ólafssonar í hinni
merkilcgu ritgerð hans um búnaðarhagi
íslendinga í Skýrslum um landshagi á
íslandi, II. bindi, gefa þó nokkuð sam-
fellda mynd af sauðfjártölunni fram um
miðja 19. öld að svo miklu leyti, sem hún