Andvari - 01.10.1962, Qupperneq 61
ANDVARI
UM SAUÐFJÁREIGN ÍSLENDINGA Á SÍÐARI ÖLDUM
299
verður af skýrslum ráðin. En samkvæmt
skýrslum þessum virðist fénu hafa fjölgað
furðanlega fljótt eftir móðuharðindin.
Arið 1791 er fjártalan um 150 þúsund
eða þreföld á við það, sem hún var 1784.
Arið 1795 er hún orðin fimmföld og árið
1800 sexföld eða rúmlega 300 þúsundir,
þ. e. nokkru hærri en fyrir eldgosið, en
sennilega nokkru lægri en hún var fyrir
fjárkláðann, um 1760.
Við upphaf 19. aldar seig enn á ógæfu-
hlið. 1801 og 1802 voru fellisvetur, og
fækkaði fénu um hvorki meira né minna
en helming á þeim tveim árum eða niður
í 150 þúsundir. Það er til marks um
vanhöldin, að veturgamalt fé er talið
fjórum sinnum færra 1802 en 1800, en
á þeim tíma voru lömb yfirleitt sett á
vetur, og hélzt það fram á 20. öld.
Fækkun þessi vinnst upp á næstu átta
árum, og árið 1810 er fjártalan aftur
svipuð og hún hafði verið um aldamótin.
Á næstu 40 árum eða vel það, þ. e.
frá 1810 og nokkuð fram á 6. tug 19.
aldar má segja, að fénu fari yfirleitt fjölg-
andi, þótt einstaka ár sé um talsverða
fækkun að ræða. Sú fækkun var aldrei
neitt svipuð því, sem átt hafði sér stað
á 18. öld eða á árunum 1801—02. Þessi
hluti aldarinnar mátti því yfirleitt heita
góðæri fyrir sauðfjárbúskapinn hér á
landi, enda kom það glöggt fram í vax-
andi bjartsýni og framtaksemi með þjóð-
inni. Það er naumast nein tilviljun eða
eingöngu vegna erlendra áhrifa, að sjálf-
stæðisbaráttan í stjórnmálum og verzlunar-
málum hefst á þessum áratugum og að
áfangar náðust í þeirri baráttu með endur-
reisn Alþingis 1845 og verzlunarfrélsinu
1854. En eftir að ný áföll bar að hönd-
um, varð árangur um skeið minni í þeirri
haráttu.
Árið 1853 er sauðfjártalan um 517
þúsundir, en var eins og fyrr var sagt,
300 þúsundir 1810, Munurinn er þó í
rauninni talsvert meiri, og stafar það af
því, að í hið fyrra sinn var rniðað við
framtal á hausti en í hið síðara sinn við
framtal á vori. Er haustframtalið, svo sem
sr. Arnljótur Ólafsson o. fl. vöktu athygli
á í Landshagsskýrslunum, mun hærra.
Það kemur líka fram í verzlunarskýrsl-
um, að samanlagður útflutningur á ull,
prjónlesi og vaðmálum hefir stóraukizt
á þessum tíma.
En stuttu síðar bar ný vandræði að
höndum. Fyrst er þess að geta, að veðr-
átta var á árunum 1857—1870 nokkuð
erfið, svo að stundum rnáttu harðindi
kallast, og sá þess víða merki. Sann-
aðist það og nú sem oftar, að sjaldan er
ein báran stök. Árið 1855 harst fjárkláði
hingað á ný, með útlendu fé. Eins og á
18. öld varð hans enn fyrst vart á Suður-
landi, í Mosfellssveit og Flóa. Mest tjón
varð af plágu þessari á Suðurlandi og í
Borgarfirði, en í Húnavatnssýslu var út-
breiðsla hennar stöðvuð með niðurskurði.
Reynt var, sem kunnugt er, að vinna hug
á veikinni, bæði með niðurskurði og
lækningum, og tókst að mestu að ráða
niðurlögum hennar á áttunda tug aldar-
innar. Síðar tók kláðinn þó að magnast
á ný, og fór fram allsherjarkláðaböðun
af þeim orsökum á árunum 1903—1905.
Harðindi og þó einkum fjárkláðinn
ollu því, að sauðfé fór mjög fækkandi á
sjötta og sjöunda tug 19. aldar. Sam-
kvæmt skýrslum varð fjártalan lægst árið
1859, þá 310 þúsundir, en hafði eins og
áður er sagt, verið 517 þúsundir árið
1853. Fénu fór ekki að fjölga aftur til
muna fyrr en um 1870. En þá fór það
saman, að kláðinn var að mestu úr sög-
unni, og jafnframt fór þá í hönd heldur
hagstæðara árferði á áttunda tug aldar-
innar. Á þessum tíma gerðust þau tíð-
indi, að upp tókst útflutningur lifandi
fjár (sauða) til Bretlands, en fyrsti sauða-
farmurinn, rúmlega 2000 fjár, var raunar