Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 65

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 65
ANDVARI HROSSADRÁPIÐ Á HÖRGÁRDALSHEIÐI 1870 303 Grjótlækjarskál, sem er efst í brúninni á Hörgárdalsheiði. Dragið liggur ofan í skálina milli tveggja kletta; tekur þá við hjarnfönn í skálarbrúninni og undir henni klettabelti 4—6 metra hátt. Þá tekur aftur við hjarnfönn og neðan hennar holurð, sem þekur allan skálarbotninn að innanverðu. Ef farið er ögn til hliðar niður í skálina, má sneiða fyrir kletta- beltið og fara eftir snarbrattri lausagrjóts- skriðu unz urðin tekur við. Hæðin ofan af brún niður í skálarbotn er á að gizka 70—80 metrar. Um þvera skálina, sem næst miðju hennar, liggur urðarhryggur svo stórgrýttur og hár, að rétt getur gang- andi maður klöngrazt þar yfir, og hindrar hann alla útsýn inn í skálarbotninn, þó gengið sé upp í hana framanverða. Sjálf heiðarbrúnin þarna mun vera sem næst 1100 metra yfir sjó. Nú er til þess að taka, að haustið 1870, er Blöndhlíðingar tóku hross sín úr afréttinum í þriðju göngum, að þeim þóttu heimtur á þeim óvenju slæmar, og vantaði mörg fullorðin hross, er jafnan höfðu gengið á Oxnadalsheiði norðan- verðri og komið þaðan á hverju hausti og jafnvel sézt þetta sumar á sínurn göndu stöðum. Þótti þetta ekki einleikið. Ekki fannst heldur neitt í eftirleit, sem í þetta skipti var óvenju fjölmenn. Var nú spurnum haldið um hrossin í báðum dölunum, en ekkert upplýstist. Þóttist þar enginn hafa séð þau, eða kunna neitt frá þeim að segja. Um þessar mundir bjó bóndi sá í Bakkaseli er Jónas hét Sigurðsson. Hann átti fjölda barna, meðal hverra var Sig- tryggur er seinna var vesturfara-agent og staðfestist vestra og var þingmaður í Manitobafylki í Kanada. Einnig Sigurð- ur er lengi bjó stórbúi á Bakka í Oxnadal. Vel lá Skagfirðingum orð til Jónasar, enda hafði hann um skeið búið á Fremri- Kotum, en fluttist þaðan til Bakkasels og bjó þar um þessar mundir eins og áður er sagt. Síður var það sagt um nágranna hans Magnús bónda Magnússon er bjó á Gili í Oxnadal, næsta bæ fyrir utan Bakka- sel og er skammt á milli. Honum lýstu kunnugir svo, — báðum megin heiðar, — að hann hefði verið hinn mesti harðneskjumaður og karlmenni, enda gengu af honum misjafnar sögur. Þótti hann hvergi hlífast við hrossin er þau komu í hans land, og rak þau þá einatt illa og óvægilega, og í engu þótti hann dæll viðskiptis, að því er Blöndhlíðingar sögðu. Er komið var fram í október, og allar göngur og eftirleitir búnar, en hvergi spurðist til hrossanna, þótti mönnum sem elcki mætti við svo búið standa, því úr Blönduhhðinni mun hafa vantað um 30 hross á ýmsum aldri. Voru þá sendir 3 menn að leita að þeim dauðaleit. Voru það þessir: Eiríkur Eiríksson hreppstjóri í Djúpadal. Hann var afi Stefáns Jóns- sonar bónda og fræðimanns á Höskulds- stöðum og föðurbróðir minn, sem þetta rita. Hann var þá vinnumaður hjá Sig- urði Jónatanssyni bónda á Víðivöllum. Þaðan vantaði 8 hross. Annar var Gísli Þorláksson, sem þá var vinnumaður hjá síra Jóni Hallssyni prófasti í Miklabæ. Hann var faðir Gísla bónda í Hjalta- staðahvammi og Bjarna er síðast bjó á Harastöðum í Dalasýslu. Jón prófastur var hrossamargur og mun hafa vantað mörg hross. Þriðji maðurinn var Jón Pétursson, er var fyrirvinna hjá móður sinni er þá bjó á Bjarnastöðum í Blöndu- hlíð. Bræður hans voru þeir Páll bóndi á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal og Guð- mundur, er síðast bjó í Smiðsgerði í Kol- beinsdal. Jón var ungur er þetta bar við, en þótti greindur og gætinn maður. 1876
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.