Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 65
ANDVARI
HROSSADRÁPIÐ Á HÖRGÁRDALSHEIÐI 1870
303
Grjótlækjarskál, sem er efst í brúninni á
Hörgárdalsheiði. Dragið liggur ofan í
skálina milli tveggja kletta; tekur þá við
hjarnfönn í skálarbrúninni og undir
henni klettabelti 4—6 metra hátt. Þá
tekur aftur við hjarnfönn og neðan hennar
holurð, sem þekur allan skálarbotninn
að innanverðu. Ef farið er ögn til hliðar
niður í skálina, má sneiða fyrir kletta-
beltið og fara eftir snarbrattri lausagrjóts-
skriðu unz urðin tekur við. Hæðin ofan
af brún niður í skálarbotn er á að gizka
70—80 metrar. Um þvera skálina, sem
næst miðju hennar, liggur urðarhryggur
svo stórgrýttur og hár, að rétt getur gang-
andi maður klöngrazt þar yfir, og hindrar
hann alla útsýn inn í skálarbotninn, þó
gengið sé upp í hana framanverða. Sjálf
heiðarbrúnin þarna mun vera sem næst
1100 metra yfir sjó.
Nú er til þess að taka, að haustið
1870, er Blöndhlíðingar tóku hross sín
úr afréttinum í þriðju göngum, að þeim
þóttu heimtur á þeim óvenju slæmar,
og vantaði mörg fullorðin hross, er jafnan
höfðu gengið á Oxnadalsheiði norðan-
verðri og komið þaðan á hverju hausti
og jafnvel sézt þetta sumar á sínurn
göndu stöðum. Þótti þetta ekki einleikið.
Ekki fannst heldur neitt í eftirleit, sem
í þetta skipti var óvenju fjölmenn. Var
nú spurnum haldið um hrossin í báðum
dölunum, en ekkert upplýstist. Þóttist
þar enginn hafa séð þau, eða kunna
neitt frá þeim að segja.
Um þessar mundir bjó bóndi sá í
Bakkaseli er Jónas hét Sigurðsson. Hann
átti fjölda barna, meðal hverra var Sig-
tryggur er seinna var vesturfara-agent og
staðfestist vestra og var þingmaður í
Manitobafylki í Kanada. Einnig Sigurð-
ur er lengi bjó stórbúi á Bakka í Oxnadal.
Vel lá Skagfirðingum orð til Jónasar,
enda hafði hann um skeið búið á Fremri-
Kotum, en fluttist þaðan til Bakkasels
og bjó þar um þessar mundir eins og
áður er sagt.
Síður var það sagt um nágranna hans
Magnús bónda Magnússon er bjó á Gili
í Oxnadal, næsta bæ fyrir utan Bakka-
sel og er skammt á milli. Honum lýstu
kunnugir svo, — báðum megin heiðar,
— að hann hefði verið hinn mesti
harðneskjumaður og karlmenni, enda
gengu af honum misjafnar sögur. Þótti
hann hvergi hlífast við hrossin er þau
komu í hans land, og rak þau þá einatt
illa og óvægilega, og í engu þótti hann
dæll viðskiptis, að því er Blöndhlíðingar
sögðu.
Er komið var fram í október, og allar
göngur og eftirleitir búnar, en hvergi
spurðist til hrossanna, þótti mönnum sem
elcki mætti við svo búið standa, því úr
Blönduhhðinni mun hafa vantað um 30
hross á ýmsum aldri. Voru þá sendir 3
menn að leita að þeim dauðaleit. Voru
það þessir: Eiríkur Eiríksson hreppstjóri
í Djúpadal. Hann var afi Stefáns Jóns-
sonar bónda og fræðimanns á Höskulds-
stöðum og föðurbróðir minn, sem þetta
rita. Hann var þá vinnumaður hjá Sig-
urði Jónatanssyni bónda á Víðivöllum.
Þaðan vantaði 8 hross. Annar var Gísli
Þorláksson, sem þá var vinnumaður hjá
síra Jóni Hallssyni prófasti í Miklabæ.
Hann var faðir Gísla bónda í Hjalta-
staðahvammi og Bjarna er síðast bjó á
Harastöðum í Dalasýslu. Jón prófastur
var hrossamargur og mun hafa vantað
mörg hross. Þriðji maðurinn var Jón
Pétursson, er var fyrirvinna hjá móður
sinni er þá bjó á Bjarnastöðum í Blöndu-
hlíð. Bræður hans voru þeir Páll bóndi
á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal og Guð-
mundur, er síðast bjó í Smiðsgerði í Kol-
beinsdal.
Jón var ungur er þetta bar við, en
þótti greindur og gætinn maður. 1876