Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 66

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 66
304 STEFÁN VAGNSSON ANDVARI fluttist hann að Holtsmúla í Staðarhreppi og býr þar til ársins 1883, að hann bregð- ur búi og fer til Ameríku. Það sýnir bezt það traust, sem menn báru til hans, að þegar hann er fyrir skömmu kominn að Holtsmúla, er hann einn af þremur tii nefndur sem breppstjóri Staðarhrepps. Ekki er ólíklegt að Eggert Briem sýslu- maður, sem þá bjó á Hjaltastöðum, næsta bæ við Bjarnastaði, hafi fengið hann í lcitina. Allir voru leitarmenn á bezta aldri og hinir vöskustu. Tveir hinir fyrsttöldu lögðu af stað i leitina 11. október og fengu í lið með sér bóndann á Fremri-Kotum, Gísla Guð- mundsson. Höfðu þeir leitað þann dag allan, en ekkert fundið. Mætti Jón Péturs- son Gísla á Oxnadalsbeiðinni er bann var að koma úr leitinni. Sagði bann Jóni, að þeir félagar hefðu haldið norður í Öxnadal um kvöldið og ætluðu að gista í Bakkaseli og hefja svo leitina að morgni. Skildu þeir þá, og hélt Jón áfram á fund þeim. Næsta morgun þann 12. október var veður gott og lögðu þeir félagar snemma á stað og héldu vestur á heiði. Skiptu þeir leitinni þannig, að þeir Eiríkur og Gísli gengu fram Kallbaks- dal og upp úr honum á öræfin, en Jón átti að ganga fram Grjótárdal og svipast um uppi í botninum og uppi á fjallinu milli heiðanna. En allir mæltu þeir sér mót vestan Grjótár á Öxnadalsheiðinni er þeir hefðu skyggnzt um á fyrrnefnd- um slóðum. Segir nú fyrst frá Jóni. Ilann gekk upp Grjótárdalinn og er hann kemur fram í hotninn í efstu grös, sér hann hvossataðshrúgu, og þótti honum það óvenjulegt, svo fjarri öllum haga. Þó undraðist hann hitt meira, að dreift var úr hrúgunni, eins og með fæti, og sumt af henni mulið, svo sem gert væri til þess að minna bæri á henni. Fór hon- utti þá að detta margt í hug og skömmu seinna er hann var nálega kominn upp á fjallið, sá hann harðspora í hjarni í gili einu, og þóttist hann þá vita, að uppi á öræfum mundi helzt vera að leita hross- anna. Ileldur hann svo áfram eftir vest- ara draginu og er hann þá á egginni yfir Grjótlækjarskálinni. Heyrir hann þá ógurlegt hrafnagarg neðan úr skálinni og gengur á hljóðið. Sér hann þá hvar fáein hross standa niðri í skálinni og hraðar sér niður, en er hrossin koma auga á manninn, hneggja þau svo hátt og ömurlega, að hann kvaðst aldrei á ævi sinni hafa heyrt svo sárt angistarvein í nokkurri skepnu, og hefði verið engu líkara en þessar vesalings skepnur hcfðu verið að sárbæna hann um að stytta kvalastundir sínar. Klöngrast hann svo niður í kvosina „og þar sá ég þá sjón, er mér stendur ógn af alla ævi,“ segir hann í grein þeirri er hann reit í Norðanfara um málið. „Hárlitlir hrossskrokkar lágu hrönnum saman innan um hraunið og taldi ég þar alls 26 hross á ýmsum aldri, Jrar af voru 21 dautt og af því þrjú þeirra voru að sjá í fullum holdum, ímyndaði ég mér, að þau hafi drepizt jafnskjótt og þau hafi komið niður og annaðhvort sprungið af kastinu ofan eða rotazt er niður lcorn. Sér í lagi ofbauð mér að sjá gráa hryssu frá Víðivöllum, Jrví hún hékk á hraunsnös í klettunum, og sáust blóðgusurnar á steinunum framundan henni. Á hinum var auð- séð, að J>au höfðu um langan tíma vesl- azt upp af hungri, J>ví þau voru lítið annað en bein og sinar. En þó mér hrysi hugur við þessari hörmulegu sjón, ofbauð mér þó mest að horfa á harm- kvæli þeirra fimm, er eftir tórðu. Þau höfðu lengi satt hungur sitt með hári þeirra er fyrr höfðu drepizt, en er sú björgin þraut, munu þau hafa rifið í sig holdið af skrokkunum og enda inn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.