Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1962, Page 68

Andvari - 01.10.1962, Page 68
306 STEFAN VAGNSSON ANDVARI þótt Jóni þætti þau ckki björguleg er hann fann þau. Meiri hluti greinar Hallgríms gengur út á að átelja „þann sífellcla bótalausa ágang af stóðlirossum Skagfirðinga hvert sumar í úthaga, engi og tún fremstu jarðanna". Telur hann upp ýms dæmi, máli sínu til stuðnings um skeytingar- leysi Skagfirðinga í þeim efnurn, og er engin ástæða til að efast um, að margt af því muni rétt. „Þessi friðlausi og skaðmikli ágangur", segir liann, sé tilefnið að rekstrinum og kemur nú glögg lýsing á lionum. Segir hann, að ágangurinn hafi verið orðinn óþolandi af stóðinu og þeir álitið að til einskis mundi Itoma að reka lrrossin vestur á heiðina og þess vegna dottið í liug, að relta þau upp úr Grjótárdaln- um, frarn dragið og niður í Víkingsdal- inn, því það laafi Magnús vitað, að þeir stæðust á. En með því, að hann hafi verið ókunnugur, hafi hann lent í vestara draginu, og rekið þau beint og fyrir- hafnarlaust niður í skálina, því snjór hafi verið á fjallinu. Þó getur hann þess að sum hafi farið til vinstri handar niður urðina og eitt tryppið hafi farið flatt, og runnið með hrygginn undan breklc- unni, en þeir hafi reist það upp. Þarna segir hann þeir hafi skilið við lirossin og töldu sjálfsagt, að þau mundu sjálf- ltrafa lialda niður dalinn, því á honum væru engar torfærur. I Jann getur þess ennfremur að þennan dag hafi verið Italsaveður og þokumugga uppi á fjallinu. Telur hann að Magnús hafi engan illan tilgang haft með rekstrinum, lieldur að- eins að losna við ágang stóðsins, um tíma. Þó skýzt það upp hjá greinarhöf- undi, að gagnkunnugur maður hafi fært Magnúsi lieim sanninn um það, að hann hafi rekið hrossin í Grjótlækjarskál, en ekki á Víkingsdal, en ekki nefnir hann í greininni, að hann hafi neitt forvitn- azt um líðan þeirra, er lionum urðu kunn þessi misgrip. Ennfremur vefengir hann og neitar ýmsu, er Jón segir frá í grein sinni, eins og með gráu liryssuna frá Víðivöllum, sem hann í spotti kallar „i lraunsnasar-Gránu“, og einnig telur hann, að koma hefði mátt lirossunum hurt úr hraunkvosinni. Að lokum endar hann svo grcin sína á skömmum til Skag- firðinga um meðferð á hrossum sínum, og má helzt skilja sumt af því þannig, að í raun og veru sé þetta ekki verri meðferð lijá Magnúsi en þeim sjálfum á hrossum sínum, vetur eftir vetur. Er auðséð, að lrann telur Magnús sýknan saka, og grein Jóns skrifaða í þeim til- gangi einum „að vekja menn til hefndar og heiftar gegn saklausum ólánsmanni", eins og liann orðar það. Næst ritar svo Jón Pétursson svar- grcin móti Hajlgrími Krákssyni, dags. 4. febrúar 1871. Grein sú er eins og sú fyrri laglega rituð og gagnorð. Ber hann þar til baka ýms ummæli Hallgríms með fullum rökurn, og telur, að Magnúsi liafi verið fullkomlega Ijóst hvað hann var að gera; og nú kemur ófagurt atriði til sögunnar. Hann skýrir frá því, að daginn áður en hann fann hrossin, hafi Magnús farið í Grjótlækjarskál og séð hversu þar var umhorfs, án þess þó að stytta þessum sárkvöldu skepnum aldur. Ennfremur hafi lrann og fleiri OxndæJir borið á móti því við þá leitarmennina, er þeir gistu í Bakkaseli, að þeir vissu nokkuð til hrossanna. Þetta segist hann hafa frétt, er hann skömmu eftir lirossa- fundinn hefði skroppið norður á Akur- eyri. Síðasta grein, er ég lref séð um þetta efni, er rituð af Páli Þórðarsyni, lrrepp- stjóra á Syðri-Brekkum í Blöndulrlíð í Skagafirði. (Sonur hans var Þorkell stór- bóndi í Flatatungu, faðir Þorkels fyrrv. veðurstofustjóra.) Er hún dagsett í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.