Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1962, Page 90

Andvari - 01.10.1962, Page 90
328 JÓN GÍSLASON ANDVARI hefur einkis látið ófreistað, að það mætti verða á allan hátt sem bezt úr garði gert. En hér sannast sem oftar hið fornkveðna: „Allt orkar tvímælis, þá gert er“. Hug- vísindi eru þess eðlis, að þar ganga dæmin ekki jafnnákvæmlega upp eins og í stærð- fræði. Hversu vandlega sem dómar þar eru rökstuddir, verða þeir aldrei eins óyggjandi og niðurstöður raunvísinda, sem unnt er að sannprófa með hárfínum mælitækjum. í hugvísindum verða menn að láta sér nægja að hafa áttavitann í lagi, halda í horfinu, stefna ótrauðir í þá átt, er þeir ætla hina réttu, þó að þá geti aldrei dreymt um að höndla allan sannleikann. En það er einmitt það, sem ég hygg, að praeses hafi gert, hann hafi stefnt í rétta átt með hinni vönduðu og umfangsmiklu rannsókn sinni. Hann hefur að vísu ekki sagt síðasta orðið um þetta merkilega og fjölþætta rannsóknarefni. En hver sem um það fjallar hér eftir, mun hafa ómetan- legt gagn af rannsókn þeirri, er praeses hefur af hendi innt. — Próf. Steingrímur J. Þorsteinsson minntist áðan á þann galla, að vanta skuli heimilda- og nafna- skrá með ritinu. Undir þá gagnrýni vil ég einnig taka. Hefði jafnvel verið at- hugandi, hvort ekki hefði verið rétt að gera skrá yfir þá staði úr Hómerskviðum, sem rannsökuð var þýðing á. Allar slíkar skrár hefðu stórum auðveldað notkun ritsins og aukið verulega gildi þess. En þó að Hóraz segi (de arte poet. 359—60): Indignor quandoque bonus dormitat Homerus, „Mér gremst í hvert sinn, sem snillingurinn Hómer dottar," þá bætir hann við: verum operi longo fas est obrepere somnum, „þó að engin óhæfa geti það talizt að fá sér blund við svo umfangsmikið verk.“ — Með þessum orðum minnir Ilóraz oss á mannlegar takmarkanir, sem alltaf eru fyrir hendi, hver sem í hlut á og hversu vel sem að er verið. Hafi svo praeses að endingu heiður og þökk fyrir merkilegt og vandað vísinda- rit, enda var það eitt samboðið viðfangs- efninu, kviðum Hómers, sem snilling- urinn Sveinbjörn Egilsson leiddi til önd- vegis í íslenzkum bókmenntum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.