Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1962, Page 92

Andvari - 01.10.1962, Page 92
330 HALLDÓR HALLDÓRSSON ANDVARI ég tel ekki samrýmast mannanafnalög- unum. ÞaÖ álit mun koma fram í því, sem ég segi hér á eftir. A fyrra ári kom á markað bók, sem nefnist íslenzk mannanöfn. Nafngjafir þriggja áratuga 1921—1950. Höfundur bókarinnar er Þorsteinn Þorsteinsson, fyrrverandi hagstofustjóri. Bók þessi er tölfræðilegt yfirlit urn skírnarnöfn á fyrr- greindu árabili, gert af fremstu vísinda- legri nákvæmni. Rannsóknin nær til nafna 42455 meyja og 40397 sveina eða samtals 82852 barna. Eru þetta nálega öll börn fædd hér á landi á fyrrgreindu tímabili og nokkur íslenzk börn fædd erlendis, en skírð hér. Telst höfundi til, að sér hafi ekki tekizt að fá skýrslur um 3200 börn fædd hér á landi, en það er mjög lítið miðað við heildartöluna, að- eins 3,8 af hundraði. Bók þessi er ómetan- leg öllum, sem við nafnarannsóknir fást. Hún er t. d. ágæt heimild til athugunar á því, hvernig nafnalögunum hefir verið framfylgt. Á henni er þó einn annmarki að þessu leyti. Bókin nær yfir 4Yi ár, sem lögin giftu ekki, þ. e. tímann frá áramótum 1921 til nriðs árs 1925. Af bókinni verður ekki ráðið, hver nöfn hafa verið gefin á þessu árabili, heldur er tímabilið 1921—30 tekið allt saman. Tölur þær, sem ég tilgreini hér á eftir, eru miðaðar við allt timabilið 1921— 1950, nema annars sé getið. Af þeim sökum verða tölurnar nokkru of háar. Ef fæðingar hefðu skipzt jafnt á allt ára- bilið, myndi skekkjan nema 15 af hund- raði, en hún er þó ekki svo há, vegna þess að mannfjölgunin var mest 1941—50. Við skulum fyrst athuga, hvernig það ákvæði mannanafnalaganna, að menn skuli heita einu nafni eða tveimur, hefir verið haldið. Sveinar, sem skírðir voru þremur nöfnum á tímabilinu, voru 1078, fjórum nöfnum 20, samtals 1098. Meyjar, skírðar þremur nöfnum, voru 929, fjór- um nöfnum 23, fimm nöfnum 1, samtals 953 eða sveinar og meyjar samtals 2051. Ein skráin í skýrslum dr. Þorsteins nær vfir það, sem hann kallar viðurnöfn. Við skulum athuga, hvað hann á við með því hugtaki. Honum farast svo orð: „Viðurnöfn eru . . . aldrei einnefni né fyrra nafn af fleirum, heldur ætíð auka- nafn á fleirnefnum. Þau eru venjulega hvorki karlmannsnöfn né kvenmanns- nöfn, enda yfirleitt notuð án tillits til kynferðis. Eru það stundum ættarnöfn, sem verið hafa áður í notkun, t. d. oft ættarnafn móðurinnar, eða þá nýmvnduð nöfn, sem ætlazt er til að verði ættarnöfn framvegis. Þar á meðal er mikið um eign- arfall eiginnafna. Til viðurnafna telst cinnig eignarfall eiginnafns, að viðbættu son eða dóttir, cf nafnið er ekki föður- nafn barnsins. . . . Enn fremur hefur það komið fyrir, að meybörn hafi verið skírð karlmannsnafni og þá líklega ætlazt til, að yrði notað sem ættarnafn. Hefur það þá verið talið viðurnafn". (bls. 8—9). Ég fæ ekki betur séð en öll þau nöfn, sem talin eru viðurnöfn í bókinni, séu ólögleg. Ef litið er yfir skrána, kemur í ljós, að langsamlega flest viðurnafnanna eru annaðhvort innlend eða erlend ættar- nöfn eða föðurnöfn, sem samkvæmt lög- um íslenzkrar tungu, svo að notað sé orðalag nafnalaganna, geta ekki verið skírnarnöfn. í annarri grein nafnalaganna er bannað að taka upp ný ættanöfn. Að breyta ættarnöfnum í skírnarnöfn er til- raun til að fara i kringum ákvæði þeirrar greinar. En það er annað og meira. Megin- atriði ættarnafnakerfisins er það, að karl- leggurinn heldur ávallt sínu nafni. Ef t. d. er tekið upp á því að skíra barn ættarnafni móður, er verið að brjóta niður aðalcinkenni þessa kerfis, gera kerfið marklaust og gagnslaust. Fylgjendum ættarnafna ætti því sízt að vera akkur í þessu. Hér er því verið að skapa full-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.