Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1962, Page 93

Andvari - 01.10.1962, Page 93
ANDVAM ÓLÖGLEG MANNANÖFN 331 kominn glundroða, rugla tvö ólík kerfi og koma á algerum óskapnaði. En þessi siður er ekki í samræmi við íslenzkar nafngiftarvenjur og í beinu ósamræmi við nafnalögin. Þótt dr. Þorsteinn kalli nöfn þessi viðurnöfn til hægðarauka, eru þau allt um það skírnarnöfn og verður að dæma þau sem slík. En nöfn eins og Herolds, Hertervig, Hjaltalín, Hjaltason og Hjartar, svo að dæmi séu nefnd, eru ekki rétt skírnarnöfn að lögum íslenzkrar tungu. En hversu mörg eru þá viðurnöfnin á fyrrgreindu tímabili? Samkvæmt skýrslu dr. Þorsteins voru viðurnöfnin 933, en þau báru alls 3746 manns, 2653 sveinar og 1093 meyjar (bls. 16). Meira en belm- ingur viðurnafnanna er borinn af aðeins einum manni bvert, cn 79 nöfn eru borin af 10 mönnum eða fleirum, þrjú bin algcngustu hafa yfir 100 nafnbcra. En snúum okkur nú að þeim nöfnum, sem dr. Þorsteinn kallar í bók sinni eigin- nöfn, og athugum, hversu margt ónefna má finna þar. Ég hefi gert mér tvenns konar skrár um þcssi nöfn. í fyrri flokkn- um eru þau, sem ég hygg, að ajlir, sem úrskurða ættu, myndu hiklaust telja ólög- leg. Þessi nöfn kalla ég ónefni. í hinn flokkinn hefi ég sett nöfn, sem ég tel, að leita hefði átt úrskurðar um samkvæmt lögunum, hvort leyfileg væru. Ég mun síðar ræða, hvernig úrskurður skal feng- inn. Þessi nöfn kalla ég vafanöfn og tel þau ekki lögleg, fyrr en úrskurður hefir fengizt um lögmæti þeirra. Sum nafnanna í þessum flokki teldi ég persónulega ekki rétt eða öllu heldur ekki hyggilegt að banna, einkum ekki þau, sem rnesta tíðni hafa, en æskilegt væri að útrýma þeim öllum. Og áreiðanlega mundu sumir ekki vilja leyfa neitt þeirra. Ég skal nú gera nokkra grein fyrir, hvers konar nöfn ég tók í fvrri flokkinn, ónefnaflokkinn. Mest hcr þar á erlend- um nöfnum. Ég tck fyrst dæmi um erlend nöfn, sem eiga sér íslenzka samsvörun og eiga af þeim sökum ekkert erindi inn í íslenzkt mál. Nöfnin fara ágætlega hvert í sínu máli, en miðað við ísienzku eru þau ónefni. Af karlmannsnöfnum mætti nefna þessi: Aage, á ísl. Aki, Arnold, á ísl. Arnaldur, Carlo, Carlos, Charles, á ísl. Karl, Harald, Harold, á ísl. Haraldur, Hugo, á ísl. Hugi, Káre, á ísl. Kári, Knut, á ísl. Knútur, Olaf (-av), á ísl. Ólafur, Ragnvald, á ísl Rögnvaldur, Roar, á ísl. Hróar, Rurik, á ísl. Hrærekur, Svend, á ísl. Sveinn o. s. frv. Sama verður uppi á teningnum, ef kvenmannsnöfnin eru athuguð. Ég nefni örfá dæmi: Aase, á ísl. Ása, Aasta, á ísl. Asta, Astrid, á ísl. ÁstríSur, Borghild, á ísl. Borghildur, Gertrud, á ísl. Geirþrúður, Gunh'dd, á ísl. Gunnhildur, Ingehorg, á ísl. Ingi- hjörg, Jngrid, á ísl. Ingiríður, Ragnhild, á ísl. Ragnhildur. Þá tók ég með á þessa skrá ýmis erlend nafnaafbrigði, sem svo stendur á um, að þau verða ekki talin hafa unnið sér rétt til móts við aðra mvnd sama nafns, sem lengi hefir tíðkazt í málinu og telja verður, að þar hafi unnið sér þegnrétt. Nafnið Andrés hefir t. d. tíðkazt í íslenzku frá því um 1200, en ekki verður sama sagt um nöfnin Anders, André, Andreas og Andrew. Nafnið Kristján hefir 9 nafnbera 1703, en nafn- myndirnar Christian og Christjern, báðar með ch, eiga engan rétt eftir íslenzkum lögum. Ymis afbrigði nafnsins Jón hafa rutt sér til rúms á síðari árum, þar á meðal John, Johny og Jean. Jón hefir tiðkazt í íslenzku frá því á 11. öld. Nafnið Nikulás er kunnugt frá 12. öld, en Niko- laj (Nicolai) og Nichólas eru ungar nafn- myndir, sem engan rétt hafa miðað við Nikulás. Sama máli gegnir um kvenna- nöfn, og skulu nú tekin dæmi um þau: Anne, Annetta, Annie, íslenzka nafn- myndin er Anna, kunn frá 15. öld, F.Uen,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.