Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1962, Page 95

Andvari - 01.10.1962, Page 95
ANDVARI ÓLÖGLEG MANNANÖFN 333 rætur, því að nöfnin Kristrún og Krist- röðr cru kunn frá 13. öld og Jóngeir frá 14. öld. Mörg nöfn af þessari gerð eru smekkleg og fara vel í máli, en þó eru nokkur, sem ógerningur er að viður- kenna. Hin tegund bastarðanafna, þ. e. þau, sem mynduð eru með erlendu við- skeyti, eru miklu yngri, koma t. d. ekki fyrir 1703. Eg á við nöfn eins og Olafía, sem myndað er af karlmannsnafninu Ólafur með hinu erlenda viðskeyti -ía. Nokkur nöfn af þessari gerð koma fyrir í manntalinu 1855, þeirra rneðal nafnið Ólafía. Það nafn er nú orðið svo algengt, að ég tel ekki rétt að setja það á ónefna- skrá, þótt óneitanlega sé það óþarft, þar sem til er í málinu hið gullfallega nafn Ölöf. En hvað sem þessu nafni líður, er það staðreynd, að meðal ónefn- anna eru bastarðanöfn af þessari gerð verulega stór hópur. Ég tek fyrst dæmi um nöfn, sem gerð eru af tveimur stofn- um, öðrum íslenzkum, hinum erlend- um. Af karlmannsnöfnum mætti nefna Eltviar, Elínmundur, Þórhannes Þór- jón og af kvenmannsnöfnum Elínveig, Lárey, Majdís, Petrún og Sigurhanna. Af afleiddu nöfnunum, þ. e. þeim, sem mynduð eru með erlendu við- skeyti, eru kvennanöfnin í yfirgnæfandi meirihluta. Af karlanöfnum mætti þó nefna dæmi eins og Sigurnías. Þessi sæg- ur kvennanafna, sem mynduð eru á þennan hátt, virðist eiga rætur í því, að foreldrar hafa viljað kcnna dóttur við einhvern karlmann, en oft er því svo háttað, að ekki er til kvenmannsnafn, sem nákvæmlega samsvarar einhverju til- teknu karlmannsnafni. Ég skal nú tína fram nokkur þessara nafna: Brynjólfína, Böðvína, Davíðsey, Egilsína, Einarína, Eysteinsína, Gestína, Gissurína, Guð- brandína, Hákonía, Hálfdanía, Her- mannía, Ingólfína, Kjartanía, Sigurðína, Sigváldína, Sigvarðína, Skúlína, Sturlína, Sveintna, Sveininna, Sveinsína, Tryggv- ína, Vigfúsína, Vilmundína, Vilhjálmína, Þorkelsína, Þorláksína, Þorsteinsína, Þor- valdína og Þorvarðína. Til ónefna tel ég vitanlega þau, sem ekki fylgja venjum um íslenzka orð- myndun. Það hefir verið lengst af venja, að íslenzk mannanöfn væru annaðhvort einliðuð eða tvíliðuð. Þó gætir t. d. nokkuð þríliðaðra nafna í manntalinu 1910. Löggjafinn hefir vafalaust ekki talið það rétt að lögum íslenzkrar tungu að mynda þríliðuð nöfn. En nöfn af þess- ari gerð eru næsta fá í bók dr. Þorsteins. Þó má finna þess dæmi, t. d. Sigurvaldís. Nafn eins og Gunnþórunn er ekki í vit- und nútímamanna þrrliðað, og er ástæðu- laust að amast við því. En víkjum nú að annarri tegund rangmyndunar. Orðið Björnfríður ætti að heita Bjarnfríður, því að allar stofnsamsetningar i íslenzku af orðinu Björn hefjast á Bjarn-. Sama máli gegnir um orðið Hjörtfríður. Það á að réttu lagi að vera Hjartfríður samkvæmt sömu reglu. Það má vel vera, að fólki komi þetta spánskt fyrir sjónir, en hér liggur til grundvallar ævaforn málbreyt- ing, sem engin tök eru á að rekja hér. Af svipuðum sökum er nafnmyndin Llilmfrtður í ósamræmi við venjur máls- ins. Það nafn ætti að vera Hjálmfríður. Nafnið Gissunn er meira en vafasamt, m. a. af því að uppruni nafnsins Gissur er mjög óvís. Ég hefi nú nefnt helztu hópana innan ónefnaflokksins, en þar kennir að vísu fleiri grasa. En hér gefst ekki tóm til að gera því efni skil. Ég skal vera fáorður um þau nöfn, sem ég hefi talið til vafanafna. Meðal þeirra gætir mjög erlendra nafna, ýmist allgam- alla nafna, sem unnið hafa sér nokkra hefð í málinu, en falla ekki sem bezt að málkerfinu, eða til þess að gera ungra nafna, sem sum hver hafa náð nokkurri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.