Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1962, Side 97

Andvari - 01.10.1962, Side 97
ANDVARI ÓLÖGLEG MANNANÖFN 335 Hermann Pálsson setti fram í bók sinni íslenzkum mannanöfnum, myndu brotin reynast miklu fleiri. Eg mun nú gera grein fyrir, hvernig tala mín er fengin fram. A skrá þá, senr ég gerði mér um ónefni, setti ég 340 nöfn sveina og 655 nöfn meyja eða samtals 995 nöfn. Sveinanöfnin báru alls 1427 einstaklingar og meyjanöfnin 3239 ein- staklingar eða samtals 4666 nafnberar. A vafanafnskrána setti ég 158 nöfn sveina og 219 nöfn meyja. Sveinanöfnin báru 2397 einstaklingar og meyjanöfnin 3877 einstaklingar eða samtals 6274 nafnberar. Ef dæmið er gert upp, lítur það svo út: Fleiri en tvö nöfn bera 2051, eins og rakið var fyrr í greininni. Viðurnöfn bera 3746, eins og einnig var sagt frá áður. Onefni bera 4666, og vafanöfn bera 6274. Þetta eru samtals 16737 nafnberar. Nú ná skýrslur dr. Þorsteins yfir 15 procent lengri tíma en lögin hafa gilt, og hefi ég því dregið frá 15 af hundraði og fæ þannig út töluna 14226. Nú ber það að athuga, að ekki eru öll þessi brot jafn- alvarleg. Fleirnefnin, þ. e. fleiri en tvö nöfn, eru skýlaust brot á fyrstu grein laganna, þar sem segir, að hver maður skuli heita einu íslenzku nafni eða tveim. Viðurnöfnin og ónefnin eru einnig ský- laust brot á ákvæðum fjórðu greinar um það, að menn megi ekki bera önnur nöfn en þau, sem rétt eru að lögum íslenzkrar tungu. Mestur hluti vafanafnanna mundi að dómi flestra, sem vit hafa á og vilja hafa til að úrskurða í samræmi við það, sem löggjafinn hefir til ætlazt, lalla undir þessi ákvæði. En aðalatriðið tel ég þó, að í þessum tilvikum hefðu þeir, sem laganna áttu að gæta, átt að gera ágreining og leita úrskurðar. Ég tel þessi brot því ekki eins alvarleg og hin. En nú kynnu ýmsir að spyrja þcss, hvers vegna ekki ber meira á, að fólk heiti ólög legum nöfnum en raun ber vitni. Hér kemur einkum tvennt til greina. í fyrsta lagi ná ónefnin ekki til mikils fjölda cin- staklinga, ef á heildina er litið. Aðalat- riðið er þó, að mjög er títt, að ónefnin séu eitt nafn af fleirnefnum. Af skýrslu dr. Þorsteins má sjá, hve mörg þeirra eru einnefni, en aðeins er hjá honum skrá yfir aðalnafn í fleirnefnum fyrir tíma- bilið 1941—1950. Ég gerði mér þó til garnans skrá yfir það, hve mörg nafn- anna væru einnefni og aðalnöfn í fleir- nefnum samkvæmt skránum, en talan, sem út kemur, er vitanlega allt of lág af framangreindum sökum. Ónefni sveina báru sem aðalnafn eða einnefni 391 ein- staklingur, ónefni, meyja 1067, vafanöfn sveina 857 og vafanöfn meyja 1452. 111 En snúum okkur nú frá tölum að því, hvernig löggjafinn hefir ætlazt til, að lögin væru framkvæmd. Þar koma þrír aðiljar við sögu: prestar landsins, Ideim- spekideild Háskólans og stjórnarráðið. í 4. grein laganna segir svo: „Prestar skulu hafa eftirlit með, að þess- um ákvæðum [þ. e. ákvæðunum um, að menn megi ekki bera önnur nöfn en þau, sem rétt eru að lögum íslenzkrar tungu] sé fylgt. Rísi ágreiningur um nafn, sker heimspekideild háskólans úr.“ Og 6. grein laganna hljóðar svo: „Stjórnarráðið gefur út skrá, eftir til- lögum heimspekideildar háskólans, yfir þau mannanöfn, er nú eru uppi, sem bönnuð skulu samkvæmt lögum þessum. Skrá þessi skal send öllum prestum lands- ins. Skráin skal gefin út á hverjum tíu ára fresti að lokinni útgáfu hins almenna manntals." Það er greinilegt af því, sem ég hefi áður sagt, að þeir, sem eftirlit áttu að hafa, hafa sofið á verðinum. Um það tjóar nú ekki að fást, og þótt lögin geri ráð fyrir sektum frá 100 upp í 500 krónur, en
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.