Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 98

Andvari - 01.10.1962, Blaðsíða 98
336 HALLDOR HALLDORSSON ANDVAIU það mun nú fimmfaldað og því jafn- gilda frá 500 upp í 2500 krónum, verður enginn sóttur til saka fyrir þau brot, sem ég hefi rætt, því að þau eru löngu fyrnd. Meira virðist mér skipta, að hafizt verði nú handa um að framkvæma lögin. IdiS fyrsta, sem ég tel, að gera þurfi, er að semja reglugerð til nánari skilgrein- ingar á lögunum. Þar þyrfti með dæm- um aS sýna, hvers konar nöfn eru lögleg og hvers konar nöfn eru ólögleg. Ef slíkt er ekki gert, er hætta á, aS einstakir prestar mundu framkvæma lögin með ólíkum hætti. Lögin gera ráð fyrir, að stjórnarráðið gefi út skrá um nöfn, er banna skuli. Slík skrá hefir aldrei verið gefin út. Einu sinni hefir stjórnarráðið sýnt viðleitni í þessa átt. f ráðherratíð Björns Ólafssonar skrif- aði Menntamálaráðuneyti Heimspekideild bréf, þar sem deildinni var falið að gera skrá um þau mannanöfn, sem bönnuð skulu vera samkvæmt lögum nr. 54/1925. Bréf ráðuneytisins er dagsett 3. jan. 1952. Efni þess var rætt á fundi í deildinni 11. jan. sama ár, og var þar samþykkt að fela mér aS gera tillögur um málið. Mál þetta var aftur tekið fyrir á fundi deildarinnar 25. apríf 1952, og var þar samþykkt svo felld ályktun, sem var efnislega samhljóSa því áliti, sem ég lagði fram: „Heimspekideild telur, að ógerningur sé, sem sakir standa, að gera skrá um ónefni, er banna skuli, með því að engar skýrslur hafa verið gefnar út um íslenzk mannanöfn síðan 1915, en þær voru mið- aðar við manntalið 1910, en mannanafna- forðinn hefir vafalaust breytzt mikið síðan. Deildin telur nauðsynlegt, að fylgzt sé með þróun nafngifta, og leggur til, að Hagstofu Islands verði falið að vinna úr skírnarskýrslum á tímabilinu frá 1910, þar eð þær eru öruggari heimildir um manna- nöfnin en manntölin. ESlilegast væri, að menntamálaráðuneytið sæi síðan sjálft um útgáfu á skýrslum hagstofunnar um mannanöfnin eða fæli einhverri tiltekinni stofnun að gera það. A grundvelli slíkra skýrslna mætti síðan semja skrá um ónefni, er banna skyldi. Jafnframt telur deildin nauðsyn bera til, að samin verði bók um mannanöfn, aldur þeirra og uppruna. Gæti slík bók orðið almenningi til mikils stuðnings við nafnaval." Framhald þessarar sögu er það, að Menntamálaráðuneyti fól dr. Þorsteini Þorsteinssyni, fyrrverandi hagstofustjóra, að semja skýrslu um skírnarnöfn á Is- landi 1921—50. Það var vitanlega ekk- ert áhlaupaverk og tók mikinn tíma. Þessu verki er nú lokið, þar sem út er komin hin gagnmerka skýrsla dr. Þor- steins um nafngiftir á tímabilinu frá 1921-—1950, eins og áður var sagt. Mér er engin launing á, að mér virð- ist afstaða löggjafans alltof neikvæð. Ég tel ekki nægilegt að gefa út ónefnaskrá prestunum til leiðbeiningar, heldur mildu rækilegri leiðbeiningabók um nafngiftir, eins og ég mun síðar rekja. Þetta var þáttur stjórnarráðsins og Heimspekideildar. En hver er svo þáttur prestanna? Aðaleftirlitið hvílir á þeirra herðum. Lögin gera ráð fyrir, að prest- arnir geti skotið ágreiningi til Heimspeki- deildar. Hefir þetta verið gert? Fram til hausts 1961 kom það tvívegis fyrir, einu sinni árið 1959 og einu sinni árið 1961. En nokkuð hefir verið um þetta síðan. Af þessu verður að álykta, að ágrein- ingur milli presta og foreldra unt nafn- giftir hafi verið furðusjaldgæfur. Ég þekki marga presta, sem ég veit, að eru sam- vizkusamir og dygðum prýddir embættis- menn. Ég á ákaflega bágt með að trúa, að þeir vitandi vits brjóti lög, sem þeir eru settir til að gæta. Ég veit, að þeir þekkja oíð ritningarinnar: „Gættu emb- ættisins, sem þú hefir tekið að þér í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.