Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1962, Síða 99

Andvari - 01.10.1962, Síða 99
ANDVAHI ÓLÖGLEG MANNANÖFN 337 Drottni, að Þú rækir það vel.“ Ég hcfi því nokkra tilhneigingu til að trúa, að prest- um sé ekki alls kostar kunnugt um tilvist nafnalaganna eða að minnsta kosti viti ekki, hver ábyrgð þeim er þar á hendur falin. Eg tel því nauðsyn bera til, að kirkjustjórnin, þ. e. kirkjumálaráðuneyti eða biskupsskrifstofa, láti prestunum í té eintak af nafnalögunum og bendi þjón- andi prestum á, til hvers er ætlazt af þeim í þessum málum. I annan stað tel ég al- gerlega nauðsynlegt, að prestsefni fái nokkra fræðslu um þróun íslenzkra nafn- gifta og þær meginreglur, sem nafngiftir hafa fylgt á Islandi. Ég tel, að guðfræði- deildinni beri skylda til að hafa slíkt námskeið á nokkurra ára fresti, þannig að enginn brautskráist þaðan alls ófróður um þetta atriði, sem hann samkvæmt embættisskyldu á að hafa eftirlit með. Ég minntist á, að ég teldi nauðsynlegt, að samin yrði leiðbeiningabók um manna- nöfn, aðallega miðuð við þarfir presta, samin í því skyni að gera þeim auðveld- ara að rækja embættisskyldu sína að þessu leyti. Tillögur um þetta kom ég fram með í Skírni 1960, en ég vil árétta þær frek- ara nú, þar sem skilyrði til samningar slíkrar bókar hafa stórbatnað við útkomu nafnabókar dr. Þorsteins Þorsteinssonar, svo og bókar Ólafs Lárussonar Nöfn lslendinga árið 1703, sem Bókmenntafé- lagið gaf út 1960. Þeir, sem lesið hafa Skírnisgrein mína, verða að fyrirgefa, að mörgu af því, sem ég nú segi, svipar til þess, sem ég skrifaði þar. Ég hefi hugsað mér, að í leiðbeiningabókinni væru eftir- taldar skrár: 1. Skrá uvi fullkomlega viðurkennd íslenzk nöfn. Með fullkomlega viður- kenndum nöfnum á ég ekki eingöngu við nöfn, sem mynduð eru af íslenzkum, þ. e. norrænum, nafnliðum, eins og t. d. Guðmundur, Hallgerður o. s. frv. Ég á einnig við tökunöfn, sem rótfestu hafa náð og særa ekki íslenzka málkennd. í þeim hópi eru erlend nöfn, sem hingað bárust á fyrstu öldum kristninnar, svo sem Jón, Páll, Katrín og Kristín. A þessa skrá ætti að taka ýmis yngri tökunöfn, sem ekki hafa borizt inn fyrr en eftir siða- skipti, svo sem Kristján, Friðrik, María og Elísabet. Eg er einnig hlynntur þvi — cn nú veit ég ekki ncma ýmsir, sem atkvæði hafa um þessi mál, séu mér ósammála — að taka á skrána mjög ung tökunöfn, sem algerlega falla að íslenzku málkerfi. í þeim hópi eru nöfnin Dúi, Ómar, Alma, Emma, Kara, Sara, Selma og Stella. Ekkert þessara nafna kemur fyrir 1703 nema Emma, sem hafði einn nafn bera í Arnessýslu. Á þessa skrá teldi ég einnig rétt að setja nokkur bastarðanöfn, sem telja verður, að hafi unnið sér þegn- rétt í málinu. I þeirn hópi eru nöfn eins og Guðjón, Friðjón, Sigurjón, Krist- mundur, Kristrún o. s. frv. 2. Skrá um nöfn, sem til greina kemur að taka upp. 1 fornum bókum íslenzkum er fjöldi fagurra nafna, sem ekki verður séð, að notuð hafi verið á íslandi, heldur koma fyrir sem nöfn á Norðmönnum, Svíum, Dönum, Færeyingum, Græn- lendingum og mönnum af óvissu þjóð- erni. Þessi nöfn eru í fullkomnu samræmi við íslenzkt nafnakerfi. Ég nefni sem dæmi: Eylaugur, Herlaugur, Falgeir, Hergrímur, Auðhildur og Þorbera. Á þessa skrá ætti enn fremur að setja úrval gervinafna, þ. e. nafna, sem koma fyrir á bókum sem nöfn á persónum, sem allar líkur benda til, að aldrei hafi verið til. Mörg þessara nafna eru mynduð eftir sömu meginreglum og mannanöfn og kunna sum hver að hafa verið manna- nöfn, þótt heimildir bresti. Ein tegund gervinafna eru goðfræðilegu nöfnin, sem nú eiga miklu fylgi að fagna. Mér virð- ast mörg gervinafnanna, sem upp hafa verið tekin, smekkleg og sé enga ástæðu 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.