Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1962, Qupperneq 101

Andvari - 01.10.1962, Qupperneq 101
ANDVARI ÓLÖGLHG MANNANÖFN 339 aðri stefnu og gert hefir verið í nýyrða- málunum. Þar hafa erlend orð engan veginn verið fordæmd, ef þau hafa sam- lagazt íslenzku málkerfi. Hið sama tel ég, að geri eigi í nafnamálunum. Nauð- synlegt er að sigla hér milli skers og báru, en hafa ávallt í huga, að markið er að varðveita í sem ríkustum mæli forna hefð. Hér hvílir þung skylda á oss Is- lendingum. Vér höfum varðveitt hið forna germanska nafngjafakerfi betur en nokkur önnur þjóð, og úr því að vér höf- um bjargað þessum forngrip því sem næst ósködduðum frá glötun til nútíðar, meg- um vér ekki glopra honum niður í svaðið. Hér er því um að ræða vernd fornrar menningar. Ég veit, að mörg sjónarmið koma hér til greina. Mér er ljóst, að nafnamálin eru mikil tilfinningamál, og ég veit, að prestunum er mikill vandi á höndum. Ég hefi bent hér á eina leið, sem ég held, að gæti orðið að miklu liði, þ. e. að láta nafnliði haldast, þegar ekki eru til sam- stæð nöfn, þ. e. algerlega samsvarandi karlmannsnöfn og kvenmannsnöfn. A sama hátt mætti benda á, að óþarfi er að skíra erlendu nafni, þegar til er sam- svarandi íslenzkt nafn. En eftir er að víkja að þeirri hlið, sem veit að börnunum. Foreldrar ættu að gera sér grein fyrir því, að það er alvarlegur hlutur að gefa barni nafn. Barnið á eftir að búa við nafnið alla ævi. Og þótt til- finningar foreldranna og smekkur hafi vísað á eitthvert ónefni, kann nafnið, ef það er ónefni, að verða barninu fjötur um fót, er fram líða stundir. Börn vilja yfirleitt ekki vera í ósamræmi við um- hverfi sitt. Nú eru ónefnin í miklum minnihluta í íslenzka nafnaforðanum, eins og ég hefi rakið. Þegar barn með ónefni kemur í skóla innan um félaga, sem heita venjulegum, hefðbundnum ís- lenzkum nöfnum, er hætt við, að því sé strítt. Ég þekki dæmi þess, að fólk hefir langt fram á fullorðins ár fyrirorðið sig fyrir nafn sitt. Er ekki rétt fyrir for- eldra að íhuga þetta og koma í veg fyrir, að börnin þoli sálarkvalir vegna nafns síns. Meira að segja sum nöfn, sem engan veginn væri hægt að dæma úr leik sam- kvæmt ákvæðum nafnalaganna, eru þess eðlis, að hætt er við, að börnum yrði strítt á þeim. Ég nefni sem dæmi kven- mannsnafnið Náttfríður. Mér finnst þetta gullfallegt islenzkt nafn, og það er áreiðanlega rétt að lögum íslenzkrar tungu. En er ekki hætt við, að stelpu- krakki, sem því héti, yrði fyrir ertni miskunnarlausra skólafélaga? Ég vék að því í upphafi greinar minn- ar, að tveir væru kostir, þegar lög væru þráfaldlega brotin. Annars vegar mætti auka eftirlitið, en hins vegar mætti af- nema lögin. Ég skal játa, að ég tel það miklu heiðarlegra að afnema nafnalögin en láta þau standa sem dauðan bókstaf. En ég tel þetta algerlega óþarft. Sum lög eru þess eðlis, að erfitt er að hafa eftirlit með þeim og stundum jafnvel ógerning- ur. En því er engan veginn svo háttað um nafnalögin. Engu er verra að leyna en nafni sínu. Til þess að nafnið sé lög- legt, þarf að skrásetja það. Hér þarf því ekki annað til en skrásetjarinn framfylgi ■lögunum og leiti úrskurðar, ef hann er ekki öruggur. Þetta virðist því vera ein- falt mál. Ég veit, að þetta mundi kosta prestana nokkur átök í fyrstu, en varla tæki það meira en eina kynslóð að kippa þessu í lag, ef nógu hart væri eftir gengið í fyrstu og pretstarnir fengju nógu góðar leiðbeiningar og nægilega ótvíræðar regl- ur að fara eftir, en á það skortir nú, eins og ég hefi sýnt fram á. Þetta ætti að vera prestunum Ijúf skylda. Á þann hátt myndu þeir vinna ómetanlegt starf til varðveizlu íslenzks nafnaforða og fegr- unar hans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.