Andvari - 01.10.1963, Side 95
ANDVARI
DANSKAR BÓKMENNTIR 1940—1960
213
skáldin Soya (1896) og Kjeld Abell (1901
—61). AfstaSa þeirra allra markast af trú-
lcysi, ýmist líffræðilegri þróunarkenningu
Johs. V. Jensens eða þjóðfélagsþróunar-
kenningu Martin Andersens Nex0.
Upphaf heimsstyrjaldarinnar um 1940
olli aldahvörfum meðal hinria yngri
manna. Það varð skyndilega ljóst, að í
hfsskoðun hinnar cldri kynslóðar og af-
stöðu hennar til mannsins hafði ekki verið
tekið tillit til mjög veigamikilla atriða.
Það hlutu að vera önnur og sterkari nei-
kvæð öfl til í mannlegu eðli en þau, sem
framþróunarkenningin og marxisminn
höfðu viðurkennt. í manninum var til
cinhvers konar niðurrifsafl, sem á mæltu
máli mátti kalla hið illa, og Jretta dró at-
hyglina að kenningu kristninnar um
syndafallið.
Með skáldum þeim, sem nú voru nefnd,
gctum við því ineð réttu sagt til eins kon-
ar bráðabirgða, að ljúki tímabili því, sem
hófst með Georg Brandes, og það er því
öldungis réttmætt að telja nýtt bók-
menntatímabil hcfjast um 1940. Með
þessu er vitanlega ekki sagt, að ungu
mennirnir séu alls ckki tcngdir þriðja og
fjórða tug aldarinnar, því að við hlið
hins áðurnefnda hóps raunsæisskálda,
voru til mörg önnur skáld, sem ekki fylgdu
neinni samciginlcgri stefnu, en höfðu
allir það einkenni að láta sér fátt um
kröfu Brandesar um þátttöku listarinnar
í málefnum dagsins. Sumir þeirra eru efa-
semdamenn, aðrir hafa greinilega trú-
rænan, stundum kristilegan lífsskilning.
Meðal efasemdamannanna eru jérgert
Nielsen (1902 -45), Leek Fischer (1904
—56) og Knud Sfinderby (1909), cn Kar-
en Blixen (f. 1885, skrifaði aðalverk sín
cftir 1935), Nis Petersen (1897—1943)
og leikritaskáldið Kaj Munk (1898—
1944) eru saman um hugsælcgan mann-
skilning á trúrænum grundvelli. Báðir
þessir rithöfundahópar áttu sinn verulcga
þátt i framvindu bókmenntanna á tíma-
bilinu 1940—60. Þróunarferill ungu
skáldanna eftir 1940 hefur sem sé oft
verið sá, að þeir hafa byrjað sem efa-
semdamenn, en smám saman hafa þeir
nálgazt hugsælega eða trúræna lífsskoðun,
og þetta birtist meðal annars í hinum
mikla áhuga þeirra á Blixen og Nis Peter-
sen og heimspekingunum Stíren Kierke-
gaard og Vilhelm Grönbecli.
En af hverju byrjuðu þeir sem efa-
scmdamcnn? Afhjúpun stríðsins á skcpnu
skap mannsins lamaði stórlega traust
manna á skynsemistrúnni og þá einnig
trú framþróunarkenningarinnar á jafna
og áframhaldandi þróun. En einmitt
sú trú hafði hvatt manninn fram til hinn-
ar löngu ferðar til fyrirheitna landsins,
sem vitanlega hlaut að vera til hér á jörð,
það er að segja jafnt og þétt batnandi
veröld, þar sem hægt er að fullnægja öll-
um efnislegum kröfum og enginn skort-
ur er til á neinu og þar sem maðurinn
getur því ekki komizt hjá að vera ham-
ingjusamur. Og svo vissir höfðu menn
verið í sinni sök, að þeir höfðu með jafn-
aðargeði skilið allan annan hugsjónafar-
angur eftir, og því valt öll þessi spila-
borg um koll, þegar menn horfðust í
augu við eyðileggingaröfl stríðsins.
Afleiðing þessa hugsjónaskipbrots var
sú, að maÖurinn stóð aftur uppi allslaus,
cnda má segja að þaÖ sé megineinkenni
á menningu vorra tíma. Maðurinn á sér
ekki lengur neitt hellubjarg þar sem krist-
indómurinn er, cn á hinn bóginn hcfur
hann ekki getað fundið neina trú í stað-
inn fyrir hann. Fyrri menn fundu skýr-
inguna á líli sínu í trúnni og gátu því
litið á jafnvel liið ægilegasta stríð sem
birtingu hinna illu afla í mannshugan-
um, þeirra sem í biblíunni íklæðast gervi
Mins Illa. Þetta gerði þeim kleift að
gera greinarmun góðs og ills og skilja
hugtök eins og ábyrgÖ, sök, sáluhjálp,