Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 8

Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 8
6 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI sem að ofan var lýst, að innra sjálfstæði sé opinberum stofnunum hollast. Á þessu ári kom svo upp atvik sem með næsta harkalegum hætti setti það mál í brennipunkt. Þegar lög voru sett um Ríkisútvarpið var fjölmiðlun öll í landinu með öðrum hætti en nú, stjórnmálaflokkarnir voru tiltölulega ný samtök en þó komnir á fastan fót og höfðu flest blöð landsins í sínum höndum. Þeir töldu sér einnig nauðsynlegt að ná yfirráðum yfir hinum nýja fjölmiðli. Það gerðu þeir með skipan útvarpsráðs sem lengstum var kosið pólitískri kosningu og hafði það hlutverk að stýra dagskrá útvarps í smæstu atriðum. Starfsmenn voru fáir og þeir voru látnir hafa hitann í haldinu ef orði hallaði í útvarpinu í átt sem ráðandi stjórnmálaöflum mislíkaði. Ráðherra hafði vald um ráðn- ingar starfsmanna. Fyrsti útvarpsstjórinn, Jónas Þorbergsson, stóð að vísu vel í ístaðinu fyrir stofnunina og reyndi af fremsta megni að hindra að hún yrði með öllu ofurseld flokkspólitískum sviptingum. Dæmi um íhlutun stjórnmálaflokkanna á fyrstu árum Ríkisútvarpsins var það að alþingi samþykkti 1939 heimild fyrir ríkisstjórnina til að setja frétta- stofu útvarpsins undir útvarpsráð, þ. e. beint undir stjórn flokkanna. Átti það einkum að tryggja að ekki yrðu ráðnir fréttamenn sem hefðu þjóð- málaskoðanir sem meirihluti ráðsins og þar með alþingis teldi ótækar. Þessu ákvæði var raunar aldrei beitt til fulls vegna andstöðu útvarpsstjóra. Hann benti á þá augljósu staðreynd að sá yfirmaður, sem bæri embættis- lega ábyrgð á störfum manna innan stofnunar, hlyti einnig að ráða mestu um hverjir valdir væru til starfa. Stóð svo næstu áratugi að nokkurt valda- jafnvægi hélst, en eigi að síður gat ráðherra beitt valdi sínu gegn vilja yfir- stjórnar, t. d. í skipan manna í stöður innan stofnunarinnar og bar við að það væri gert. Árið 1971 var þessu breytt með löggjöf sem efldi sjálfstæði Ríkisútvarps- ins til muna og færði útvarpsstjóra aukið vald. Hann skyldi nú ráða alla starfsmenn sína, að undanskildum framkvæmdastjórum útvarps, sjónvarps og fjármáladeildar. Útvarpsráð hafði aðeins umsagnarrétt um stöður. Þessi lög skiptu sköpum og voru grundvöllur að því öfluga starfi sem síðan hefur einkennt stofnunina þar sem hún færði jafnt og þétt út kvíarnar. Jafnframt urðu afskipti útvarpsráðs smám saman bundin við meginþætti í dagskrár- mótun, en hin smásmugulega íhlutun og pot ráðsins varð minna. Starfs- mönnum fjölgaði og aðstaða þeirra batnaði, fagleg vinnubrögð efldust, jafnt í fréttaflutningi sem dagskrárgerð. Meðferð mála í fréttum og dagskrá varð frjálslegri, umræður opinskárri og gagnrýnni, í stuttu máli sagt varð Ríkisútvarpið öflugri þátttakandi í öllum umræðum í þjóðfélaginu. Þetta sannaði ótvírætt að því sjálfstæðari sem slík stofnun er, því meiri ábyrgð sem lögð er á herðar stjórnendum hennar og því ríkara athafnafrelsi sem starfsmenn hafa, því betur verður hún fær um að þjóna almenningi. Hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.