Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1993, Page 9

Andvari - 01.01.1993, Page 9
ANDVARI FRÁ RITSTJÓRA 7 ekki annars orðið vart en þeir sem hafa skilning á nútímasjónarmiðum í fjölmiðlun fagni þessari framvindu. Með því sem gerðist í Ríkisútvarpinu í vor var hjóli þróunarinnar snúið til baka og útvarpinu svipt aftur til fortíðarinnar þegar pólitíska valdið horfði yfir öxl stjórnenda þess, reiðubúið að grípa í taumana ef því sýndist svo. Útvarpsstjóri neyddist vegna samskiptaörðugleika til að víkja dag- skrárstjóra sjónvarps frá störfum og hefur enginn vefengt lögmæti þeirrar embættisgerðar. Að fáum dögum liðnum brást ráðherra við henni með því að veita framkvæmdastjóra sjónvarps ársleyfi, án samráðs við útvarps- stjóra, og setja hinn brottrekna dagskrárstjóra í þá stöðu. Út af þessu varð mikill hvellur, á alþingi og í fjölmiðlum. Blandaðist margt inn í þá umræðu og skal ekki um það fjallað hér. En að því er að Ríkisútvarpinu snýr voru þessi tíðindi mjög alvarleg og verða ekki talin annað en tilræði við sjálf- stæði stofnunarinnar sem á sér tæpast nokkra hliðstæðu í allri sögu hennar. Pegar þetta er ritað er ekki ljóst hverjar afleiðingar þessa dapurlega máls verða fyrir Ríkisútvarpið, en skaða hefur stofnunin af því beðið, um slíkt blandast engum hugur. Rílíisútvarpið hefur verið ein allra þýðingarmesta menningarstofnun landsins og notið trausts þjóðarinnar öðrum fjölmiðlum fremur, þótt deilt hafi verið á stjórnendur þess fyrir eitt og annað eins og óhjákvæmilegt er. Þessu trausti, sem byggt hefur verið upp á mörgum ára- tugum, geta stjórnvöld fyrirgert á skömmum tíma ef framhald verður á valdbeitingu af því tagi sem hér var á ferðinni. Ef almenningur hefur ástæðu til að ætla að stofnunin sé ekki sjálfstæð, heldur ofurseld pólitískum duttlungum ráðamanna hverju sinni, missir fólk líka það traust sem er for- senda þess að Ríkisútvarpið geti gegnt skyldu sinni. Stjórnskipun útvarpsins er nú í endurskoðun og ósýnt hvaða breytingar kunna að verða gerðar á henni. Hefur jafnvel verið rætt um að skipta stofnuninni skipulagslega upp í útvarp og sjónvarp, aðskilja fjárstjórn þeirra deilda og veikja þar með sameiginlega yfirstjórn. Sumir munu vilja ganga svo langt að liða stofnunina nánast alveg sundur. En vafasamt er að almenningur í landinu, sem lætur sér annt um þessa stofnun, sé tilbúinn að fallast á að hún verði veikt með vanhugsuðum stjórnvaldsaðgerðum. Þeir fjölmiðlar, stórir og smáir, sem láta sig menningarmál varða, hljóta að fylgj- ast vandlega með framvindunni í málum Ríkisútvarpsins. Það skiptir miklu að heilbrigður starfsandi ríki innan stofnunarinnar, en íhlutun ráðherra í yfirstjórnina í vor varð mjög til að spilla honum eins og sjá mátti fyrir. Og fagleg vinnubrögð í sjónvarpi hafa eftir þessa atburði síst batnað eins og glöggt kom fram í „stjórn“ ungra viðvaninga á mörgum umræðuþáttum þar nú í sumar, að ógleymdum þáttum um íslandssögu í vor, sem frægir urðu að endemum. Þar voru brotnar allar grundvallarreglur um hvernig standa á að verki til að fræðilegum kröfum sé fullnægt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.