Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1993, Side 10

Andvari - 01.01.1993, Side 10
8 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI Öll fjölmiðlun hefur tekið miklum stakkaskiptum á þeim umrótstímum sem við lifum. Nauðsynlegt er að bregðast við nýjum aðstæðum og kröfum á því sviði og það hefur Ríkisútvarpið gert með myndarlegum hætti á síð- ustu árum. En stofnunin stendur á gömlum merg og hefur þegar á allt er litið reynst þjóðinni vel. Pótt staða hennar hafi breyst á síðustu árum þegar einkareknir ljósvakamiðlar komu til, eru engar líkur á að nokkur þeirra muni taka að sér þær menningarskyldur sem Ríkisútvarpið hefur gegnt sem útvarp allra landsmanna. Því er rétt að andæfa kröftuglega öllum tilraunum ríkisvaldsins til óeðlilegra afskipta af innri málum þess sem grafa undan stöðu stofnunarinnar í þjóðlífinu. Hagur hennar verður að ganga fyrir pers- ónulegu valdabrölti einstakra manna. Það er jafnan freisting fyrir valdhafa hvar sem er að herða tök á fjöl- miðlum sér til framdráttar, enda fjölmiðlarnir orðnir fyrirferðarmeiri og áhrifaríkari í þjóðlífinu en nokkru sinni fyrr. En nútímafjölmiðlar eiga ekki að vera tæki í höndum valdhafa. Það er höfuðnauðsyn að standa vörð um þau tæki sem eru í eigu almennings í landinu með beinum hætti. Vakandi almenningsálit er eina vörnin í þessum efnum. Og almenningur brást ótví- rætt við í vor. Því ber að fagna að fólk lætur ekki allt yfir sig ganga og sýndi greinilega að því var ofboðið við aðfarirnar gegn Ríkisútvarpinu. Vopnin snerust því í höndum tilræðismanna og er það vel. í ritstjórnargrein Andvara 1992 var að því vikið hversu lítið hefur verið gert að því að fjalla ítarlega um helstu skáld og menningarfrömuði íslend- inga á fyrri tíð og sagt að bókmenntafræðingar vorir myndu gera meira gagn með ritun slíkra undirstöðuverka en með því að semja lærðar greinar um jólabækurnar hverju sinni. Síðan þau orð voru fest á blað hefur mér komið fyrir sjónir rit upprennandi fræðimanna sem gefur því miður litla ástæðu til bjartsýni í þessu efni. Um er að ræða furðulega „skoðanakönn- un“ sem birt er í Mími, blaði stúdenta í íslenskum fræðum 1992. Sá bók- menntafræðingur sem að þessu stóð hefur síðan í Pressunni staðið fyrir álíka könnunum og má segja að ekki sé vert að gera miklar kröfur til blaðs af því tagi. Öðru máli gegnir um rit eins og Mími. I þessari könnun voru menn látnir tilnefna „bestu rithöfunda“, „bestu ljóðskáld“ og „bestu leikritaskáld“ íslendinga. Ennfremur bestu sögur og ljóð o.s.frv. Slíka smekkdóma þarf auðvitað ekki að taka alvarlega, þeir eru fremur samkvæmisleikir til gamans. Það mun þó mörgum koma á óvart að sjá nokkur kunn samtímaskáld, að þeim ólöstuðum, hljóta sýnu fleiri at- kvæði í könnuninni en höfund Völuspár! Auðvitað er meinlaus dægrastytting að láta menn nefna sögur og ljóð sem þeim eru hugleikin öðrum fremur. En fordómar fræðimannanna ungu koma gleggst fram í því þegar þeim er gert að telja upp „ofmetin og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.