Andvari - 01.01.1993, Page 10
8
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
Öll fjölmiðlun hefur tekið miklum stakkaskiptum á þeim umrótstímum
sem við lifum. Nauðsynlegt er að bregðast við nýjum aðstæðum og kröfum
á því sviði og það hefur Ríkisútvarpið gert með myndarlegum hætti á síð-
ustu árum. En stofnunin stendur á gömlum merg og hefur þegar á allt er
litið reynst þjóðinni vel. Pótt staða hennar hafi breyst á síðustu árum þegar
einkareknir ljósvakamiðlar komu til, eru engar líkur á að nokkur þeirra
muni taka að sér þær menningarskyldur sem Ríkisútvarpið hefur gegnt sem
útvarp allra landsmanna. Því er rétt að andæfa kröftuglega öllum tilraunum
ríkisvaldsins til óeðlilegra afskipta af innri málum þess sem grafa undan
stöðu stofnunarinnar í þjóðlífinu. Hagur hennar verður að ganga fyrir pers-
ónulegu valdabrölti einstakra manna.
Það er jafnan freisting fyrir valdhafa hvar sem er að herða tök á fjöl-
miðlum sér til framdráttar, enda fjölmiðlarnir orðnir fyrirferðarmeiri og
áhrifaríkari í þjóðlífinu en nokkru sinni fyrr. En nútímafjölmiðlar eiga ekki
að vera tæki í höndum valdhafa. Það er höfuðnauðsyn að standa vörð um
þau tæki sem eru í eigu almennings í landinu með beinum hætti. Vakandi
almenningsálit er eina vörnin í þessum efnum. Og almenningur brást ótví-
rætt við í vor. Því ber að fagna að fólk lætur ekki allt yfir sig ganga og sýndi
greinilega að því var ofboðið við aðfarirnar gegn Ríkisútvarpinu. Vopnin
snerust því í höndum tilræðismanna og er það vel.
í ritstjórnargrein Andvara 1992 var að því vikið hversu lítið hefur verið
gert að því að fjalla ítarlega um helstu skáld og menningarfrömuði íslend-
inga á fyrri tíð og sagt að bókmenntafræðingar vorir myndu gera meira
gagn með ritun slíkra undirstöðuverka en með því að semja lærðar greinar
um jólabækurnar hverju sinni. Síðan þau orð voru fest á blað hefur mér
komið fyrir sjónir rit upprennandi fræðimanna sem gefur því miður litla
ástæðu til bjartsýni í þessu efni. Um er að ræða furðulega „skoðanakönn-
un“ sem birt er í Mími, blaði stúdenta í íslenskum fræðum 1992. Sá bók-
menntafræðingur sem að þessu stóð hefur síðan í Pressunni staðið fyrir
álíka könnunum og má segja að ekki sé vert að gera miklar kröfur til blaðs
af því tagi. Öðru máli gegnir um rit eins og Mími.
I þessari könnun voru menn látnir tilnefna „bestu rithöfunda“, „bestu
ljóðskáld“ og „bestu leikritaskáld“ íslendinga. Ennfremur bestu sögur og
ljóð o.s.frv. Slíka smekkdóma þarf auðvitað ekki að taka alvarlega, þeir eru
fremur samkvæmisleikir til gamans. Það mun þó mörgum koma á óvart að
sjá nokkur kunn samtímaskáld, að þeim ólöstuðum, hljóta sýnu fleiri at-
kvæði í könnuninni en höfund Völuspár!
Auðvitað er meinlaus dægrastytting að láta menn nefna sögur og ljóð
sem þeim eru hugleikin öðrum fremur. En fordómar fræðimannanna ungu
koma gleggst fram í því þegar þeim er gert að telja upp „ofmetin og