Andvari - 01.01.1993, Side 20
18
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
miðja vegu milli fjalls og fjöru á miðri Höfðaströnd, og sést þaðan
vítt um Skagafjörð, frá Mælifellshnjúk í suðvestri og alla leið norð-
vestur um Skaga og eyjarnar Drangey, Málmey og Þórðarhöfða.
Beint á móti Hofi, vestan Skagafjarðar, blasa við Reykjastrandarfjöll
með Tindastól sæbrattan nyrst, en þá taka við lægri fjöll og heiðar á
Skaga. Jörðin sjálf er landmikil og hvergi aðþrengd, enda var hún
um langan aldur höfðingjasetur. A landi Hofs er Hofsós, einn elsti
löggilti verslunarstaður á landinu. Hofsbóndi átti þar allar lóðir og
réttindi. Hof liggur vestan undan svonefndum Tröllaskaga, hrikalegri
hálendisgirðingu, sem lækkar smám saman til norðurs. Hagafjallið
fyrir ofan Hof er vinalegur staður, og af því er mikið skjól fyrir norð-
austannæðingum. Það er gróið langt upp eftir hlíðinni, og þar nýtur
sólar vel.
Sonur bóndans á Hofi, Pálmi Jónsson, svaf í rúmi ömmu sinnar,
Stefaníu, þangað til hann var rúmlega tíu ára. Hann varð snemma
ákveðinn, sjálfstæður og þrekmikill. Ein fyrsta setningin, sem hann
sagði, var: „Mámmi getur!“ Þá gat hann ekki sagt Pálmi, en vildi
ekki láta sinn hlut eftir liggja. Pálmi gekk ungur til allra venjulegra
búverka á bænum, en hugur hans stóð ekki til búskapar. Gramdist
Jóni bónda Jónssyni það stundum, að sonur sinn skyldi ekki vilja
taka við jörðinni af sér. Pálmi hafði engan áhuga á skepnuhaldi;
hann vildi suður. „Pálmi var laginn við öll störf og mjög hagvirkur,“
segir Andrés Björnsson. „Hann þoldi illa, að menn ynnu sér hlutina
erfiðar en þurfti. Hann var ákaflega fljótur að sjá úrræði í hverju
máli og láta verkin ganga. Hann greip ungan ástríða til verslunar-
starfa, og held ég, að hún sé úr ætt móður hans og móðurömmu. Það
fólk hafði margt meiri áhuga á kaupmennsku en búskap.“15 Andrés
heldur áfram: „Þótt Pálmi hefði þannig ætíð mestan áhuga á verslun,
var hann fjölhæfur. Hann var sérstaklega vel gefinn maður, las mikið
og hafði gott vit á myndlist. Hann átti talsvert safn málverka, er yfir
lauk, hygg ég. Hann var sjálfur mjög drátthagur, þótt hann ræktaði
þann hæfileika ekki sérstaklega með sér. Þá var hann vel kunnugur
skáldskap og kunni margt vísna, þótt ég vissi ekki til, að hann fengist
neitt við að yrkja sjálfur."
Á Hagafjalli ofan við Hof voru engjar, á meðan gamlir búskapar-
hættir héldust, og þar var eins konar leikvöllur barna og unglinga á
Hofi, berjaland gott og gaman að klifra fjallið vegna útsýnis yfir
ströndina fjær og nær. „Það segir sína sögu,“ kveður Andrés Björns-