Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1993, Page 27

Andvari - 01.01.1993, Page 27
ANDVARI PÁLMI JÓNSSON 25 flytjendur fengju um leið fleiri krónur fyrir pund sín, dali og mörk, reyndu opinberir aðilar að halda innflutningi niðri með boðum og bönnum. Þegar árið 1938 hafði Benjamín Eirík;sson hagfræðingur sýnt fram á það, að mótsögn var í stefnu íslenskra stjórnvalda: Þau ýttu undir peningaþenslu innanlands með of miklum útlánum banka og sköpuðu þannig óeðlilega mikla eftirspurn eftir innfluttri vöru, jafnframt því sem þau héldu gengi krónunnar föstu, en gengið þurfti vitaskuld að lækka í samræmi við peningaþensluna, svo að jafnvægi gæti myndast á milli eftirspurnar og framboðs.24 Olafur Björnsson hagfræðingur gerðist ásamt Benjamín einn helsti andstæðingur haftastefnunnar eftir síðari heimsstyrjöld. Hann benti á það, að höftin næðu ekki þeim tilgangi sínum að brúa bilið á milli innflutnings og útflutnings. Jafnframt því sköpuðu þau skömmtunar- vald. Það væri í hendi stjórnvalda, hverjir fengju að flytja inn og selja vöru, en ekki á valdi kaupenda vörunnar. Innflutningur mótaðist því af smekk og óskum örfárra embættismanna og stjórnmálamanna, ekki alls almennings. Ólafur sagði meðal annars:25 Þessir menn voru ekki fremur en aðrir gæddir neinu sjötta skilningarviti, þannig að þeir gætu skynjað hagsmuni þjóðarinnar, alþýðunnar eða hvað það er kallað. í því efni höfðu þeir ekki frekar en aðrir neina viðmiðun aðra en eigin þarfir og smekk að því viðbættu, að vafalaust hefir oft verið látið undan þrýstingi frá stjórnmálaleiðtogum, sem beittu áhrifum sínum til þess, að leystur yrði vandi einstaklinga og fyrirtækja, sem studdu þann stjórnmála- flokk, sem hlut átti að máli. Að ráði Benjamíns Eiríkssonar, Ólafs Björnssonar og þeirra Jónasar Haralz og Jóhannesar Nordals, sem létu mjög að sér kveða gegn haftastefnunni í lok sjötta áratugar, ákvað viðreisnarstjórnin að fella gengi krónunnar svo mikið árið 1960, að eftirspurn eftir erlendum gjaldeyri félli niður að framboði á honum, svo að bilið brúaðist af sjálfu sér á milli innflutnings og útflutnings. Við það urðu höftin óþörf. Verðmyndun á frjálsum markaði fyrir innflutta vöru kom á jafnvægi í stað haftanna. Á haftatímabilinu má segja, að heildsalar og smásölukaupmenn hafi verið opinberir starfsmenn. Þeir fengu úthlutað innflutnings- og gjaldeyrisleyfum og máttu síðan nota þau; þeir fengu með öðrum orðum hver sinn reit á markaðnum, en ekki var gert ráð fyrir neinni lífrænni þróun; hvergi var heldur staður fyrir þá, sem vildu hefja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.