Andvari - 01.01.1993, Síða 27
ANDVARI
PÁLMI JÓNSSON
25
flytjendur fengju um leið fleiri krónur fyrir pund sín, dali og mörk,
reyndu opinberir aðilar að halda innflutningi niðri með boðum og
bönnum. Þegar árið 1938 hafði Benjamín Eirík;sson hagfræðingur
sýnt fram á það, að mótsögn var í stefnu íslenskra stjórnvalda: Þau
ýttu undir peningaþenslu innanlands með of miklum útlánum banka
og sköpuðu þannig óeðlilega mikla eftirspurn eftir innfluttri vöru,
jafnframt því sem þau héldu gengi krónunnar föstu, en gengið þurfti
vitaskuld að lækka í samræmi við peningaþensluna, svo að jafnvægi
gæti myndast á milli eftirspurnar og framboðs.24
Olafur Björnsson hagfræðingur gerðist ásamt Benjamín einn helsti
andstæðingur haftastefnunnar eftir síðari heimsstyrjöld. Hann benti
á það, að höftin næðu ekki þeim tilgangi sínum að brúa bilið á milli
innflutnings og útflutnings. Jafnframt því sköpuðu þau skömmtunar-
vald. Það væri í hendi stjórnvalda, hverjir fengju að flytja inn og selja
vöru, en ekki á valdi kaupenda vörunnar. Innflutningur mótaðist því
af smekk og óskum örfárra embættismanna og stjórnmálamanna,
ekki alls almennings. Ólafur sagði meðal annars:25
Þessir menn voru ekki fremur en aðrir gæddir neinu sjötta skilningarviti,
þannig að þeir gætu skynjað hagsmuni þjóðarinnar, alþýðunnar eða hvað
það er kallað. í því efni höfðu þeir ekki frekar en aðrir neina viðmiðun aðra
en eigin þarfir og smekk að því viðbættu, að vafalaust hefir oft verið látið
undan þrýstingi frá stjórnmálaleiðtogum, sem beittu áhrifum sínum til þess,
að leystur yrði vandi einstaklinga og fyrirtækja, sem studdu þann stjórnmála-
flokk, sem hlut átti að máli.
Að ráði Benjamíns Eiríkssonar, Ólafs Björnssonar og þeirra Jónasar
Haralz og Jóhannesar Nordals, sem létu mjög að sér kveða gegn
haftastefnunni í lok sjötta áratugar, ákvað viðreisnarstjórnin að fella
gengi krónunnar svo mikið árið 1960, að eftirspurn eftir erlendum
gjaldeyri félli niður að framboði á honum, svo að bilið brúaðist af
sjálfu sér á milli innflutnings og útflutnings. Við það urðu höftin
óþörf. Verðmyndun á frjálsum markaði fyrir innflutta vöru kom á
jafnvægi í stað haftanna.
Á haftatímabilinu má segja, að heildsalar og smásölukaupmenn
hafi verið opinberir starfsmenn. Þeir fengu úthlutað innflutnings- og
gjaldeyrisleyfum og máttu síðan nota þau; þeir fengu með öðrum
orðum hver sinn reit á markaðnum, en ekki var gert ráð fyrir neinni
lífrænni þróun; hvergi var heldur staður fyrir þá, sem vildu hefja