Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1993, Page 47

Andvari - 01.01.1993, Page 47
ANDVARI PÁLMI JÓNSSON 45 til þess að fá þá til að breyta reglum sínum.55 Samkeppnisnefnd sam- þykkti loks reglur Félags íslenskra bókaútgefenda um það, að útsölu- verð bóka skyldi vera hið sama á öllu landinu og að útgefendur ákvæðu sjálfir þetta verð. Hagkaup skaut málinu til dómstóla, en tapaði því.56 Hagkaup fékk að selja bækur, en var gert að setja upp sama verð fyrir þær og bóksalar; einnig þurfti Hagkaup að greiða málskostnað. Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi sagði síðar um Pálma: „Hann er harður bissnismaður, kappsamur og fylginn sér. Það, sem kom mér á óvart, þegar ég kynntist þeim Hagkaupsmönn- um, var, að lágt vöruverð er þeim töluvert hugsjónamál. Eg hafði haldið, að þetta væri bara frasi, búinn til í auglýsingaskyni, en hann hefur mun dýpri merkingu. Þeir meina það, sem þeir segja. Stundum minnir þetta á heilaga krossferð.“57 Tveimur árum síðar, 1983, lenti Hagkaup aftur í miklum átökum. Einn starfsmaður fyrirtækisins, Eldjárn Magnússon, hafði farið á heilsu- viku norður á Húsavík og fengið þar jógúrt, sem honum fannst miklu betri á bragðið en hann gat fengið fyrir sunnan. Nefndi hann þessa uppgötvun sína við forráðamenn Hagkaups, sem leist strax vel á að prófa þessa vöru. Sömdu þeir við Harald Gíslason, mjólkursamlags- stjóra á Húsavík, um að kaupa jógúrt frá Mjólkursamlagi Kaupfélags Þingeyinga; var jógúrtin þaðan ódýrari og almennt talin betri á bragðið en jógúrt frá Mjólkursamsölunni, enda rokseldist hún, eftir að hún kom á markað í Hagkaupsbúðunum í maíbyrjun 1983. En sá hængur var á, að landinu var skipt á framleiðslusvæði, og mátti aðili á einu svæði ekki selja á annað (svipað því, sem var á dögum einokunarverslunarinnar dönsku, þegar maður úr Hafnarfirði mátti ekki versla í Keflavík og öf- ugt). Framleiðsluráð landbúnaðarins tilkynnti, að sala þingeysku jóg- úrtarinnar í Hagkaupsbúðunum væri brot á reglugerð um starfsemi Framleiðsluráðs; Hagkaup yrði að fá sérstakt leyfi frá Mjólkursam- sölunni í Reykjavík, ef það ætlaði að selja mjólkurafurðir frá öðrum stöðum á landinu. „Það er ætlast til, að samræmi sé á verði mjólkuraf- urða um land allt. Samkeppnin á að vera í fjölbreytni afurða, en ekki verði,“ sagði Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsambands bænda.58 Hagkaup naut samúðar almennings og blaðanna í þessu máli. Gísli J- Astþórsson birti til dæmis skopmynd í Morgunblaðinu, þar sem maður sást lesa upp úr blaði eftirfarandi frétt: „Þeir voru að nappa tvo smyglara, annan með hass og heróín á Keflavíkurflugvelli, hinn með jógúrthyrnu fyrir utan sýslumörk Þingeyjarsýslu.“59 Jónas
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.