Andvari - 01.01.1993, Page 50
48
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
ardag í samræmi við það til klukkan 16.70 Kaupmannasamtökin og
Verslunarmannafélag Reykjavíkur snerust þegar hart gegn þessari
breytingu.
Þegar Hagkaup hafði opið í Skeifunni 15 fram yfir hádegi næsta
laugardag, 8. október, kom lögregla á vettvang, og eftir klukkutíma
fund með forráðamönnum Hagkaups var ákveðið að verða við
tilmælum lögreglunnar um að loka versluninni.71 Sögðust Hagkaups-
menn gera þetta í trausti þess, að úreltar reglur yrðu afnumdar.
En þungt var í mörgum viðskiptavinum Hagkaups, sem þurftu að
hverfa á braut úr Skeifunni vegna aðgerða lögreglunnar. „Hvers
vegna eruð þið að loka?“ - kallaði einn viðskiptavinur til lögreglu-
mannanna. „Þið eruð nú engum líkir!“ - gall við í öðrum. Davíð
Oddsson borgarstjóri sagði af þessu tilefni opinberlega, að annað-
hvort yrði að rýmka reglugerð um opnunartíma verslana eða afnema
hana með öllu.72 Hann hafði einmitt, á meðan hann var ungur borg-
arfulltrúi, beitt sér fyrir rýmri opnunartíma, en þá ekki fengið hljóm-
grunn.73 Morgunblaðið tók einnig undir það í ritstjórnargreinum,
að rýmka þyrfti opnunartíma verslana í Reykjavík, og taldi æskileg-
ast, að kaupmenn og verslunarfólk hefðu sjálf forystu um það.74 DV
leitaði álits borgarfulltrúa í Reykjavík á gildandi reglum um opn-
unartíma verslana, og taldi aðeins einn þeirra, borgarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins, óþarfa að breyta reglugerð um opnunartíma versl-
ana.75
Nú gerðist það, að þessi deila færðist norður til Akureyrar. A sjö-
unda áratug höfðu Hagkaupsmenn haft þann sið að fara um landið
og selja ódýra vöru, og mæltist það vel fyrir. Markaður, sem þeir
stofnuðu til rétt fyrir utan Akureyri árið 1967, gekk svo vel, að hon-
um var ekki lokað. Árið 1975 stækkaði verslunin og fluttist í betra
húsnæði við Tryggvagötu. Enn færði Hagkaup út kvíarnar á Akur-
eyri árið 1980, er fyrirtækið opnaði 1.200 fermetra stórmarkað við
Norðurgötu. Hafði kostað nokkurt þref að fá verslunarleyfi þar, því
að húsnæðið hafði upphaflega verið ætlað fyrir bifreiðaverkstæði. í
stórmarkaðnum á Akureyri var vara boðin á sama verði og í Reykja-
vík, en það var talsvert lægra en áður hafði tíðkast á Akureyri.76 Því
má segja, að Pálmi hafi boðið sannkallaða „Reykjavíkurprísa“ á Ak-
ureyri, og áttfaldaðist verslun við Hagkaup þar fyrsta kastið. í októ-
ber 1983 samþykkti bæjarstjórn Akureyrar rýmkaðan opnunartíma
verslana vegna tilmæla Hagkaups á Akureyri, og staðfesti Fé-