Andvari - 01.01.1993, Page 59
andvari
PÁLMI JÓNSSON
57
unum sínum og uppskriftum. En oftar en ekki hafa þeir gleymt einu
atriði, sem þó er harla mikilvægt, þegar lögð eru á ráðin um hið æski-
legasta skipulag. Það er, hvernig tryggja á, að menn taki eftir tæki-
færum til að bæta vinnubrögð sín, hagræða og spara, og hvernig
menn geta síðan gripið þau, - valið og gengið stystu og greiðfærustu
leið frá áætlun til veruleika, úr uppskrift í framkvæmdir. Hvað er
það, sem hefur gert kapítalismann að einhverju mesta umbótaafli
sögunnar? Það er auðvitað það svigrúm, sem hann veitir athafna-
mönnum, frumkvöðlum, brautryðjendum. Djúpsæjustu hugsuðirnir,
sem hafa fengist við að skýra kapítalismann, til dæmis Friðrik Ágúst
von Hayek, hafa einmitt lagt áherslu á þetta atriði. Menn vita það
ekki fyrir, hvernig best er og ódýrast að framkvæma hlutina; atvinnu-
lífið er ekki eins og vél, þar sem aðeins þarf að stilla saman tannhjól,
heldur eru þar ótal einstaklingar, heimili og fyrirtæki, að þreifa sig
áfram; stundum rata menn á réttar leiðir, stundum mistekst þeim;
aðalatriðið er þó, að menn hafi svigrúm til að gera tilraunir og tæki-
faeri til að læra af þeim, ekki síst að leiðrétta jafnóðum mistök sín.
Athafnamennirnir sjá fyrstir tækifærin og grípa þau, aðrir fylgja í fót-
spor þeirra og tryggja, að hæfilegt jafnvægi myndist. Athafnamenn-
irnir fylla á þennan hátt í skörð vanþekkingarinnar, stofna til nýrra
viðskiptasambanda, nýta möguleika, sem áður voru ónýttir, full-
nægja þörfum, sem áður var lítt eða ekki sinnt, þoka þekkingunni
áfram.
Pálmi Jónsson var dæmigerður athafnamaður. Eitt hið athyglis-
verðasta í æviskeiði hans er, hversu vel hann fylgdist með öllum nýj-
ungum í kaupsýslu og hversu ótrauður hann var að ryðja þeim braut
hér á landi. Hann stofnaði einn fyrsta skyndibitastaðinn á íslandi, Is-
borg í Austurstræti, en MacDonald’s og fleiri slíkir staðir hafa auð-
vitað gerbreytt lífsháttum fólks, sparað láglaunafólki og öðrum ferðir
heim með því að bjóða fram fljótafgreiddan mat á sæmilegu verði.
Ekki fá allir hálfa aðra klukkustund í hádegismat. Pálmi stofnaði
fyrstu afsláttarverslun á íslandi í fjósi Geirs bónda í Eskihlíð. Hann
stofnaði fyrsta stórmarkaðinn á íslandi í Skeifunni 15. Hann stofnaði
fyrstu húsgagnaverslunina á íslandi, þar sem menn gátu sjálfir sett
saman húsgögn sín, IKEA. Og hann stofnaði fyrstu verslunarmið-
stöðina á íslandi í Kringlunni. Erlendu orðin „fast food“, „discount
store“, „supermarket“ og „shopping mall“ eiga sér íslenska skírskot-
un í ævistarfi Pálma Jónssonar í Hagkaup. Með þrotlausu starfi sínu,