Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1993, Page 59

Andvari - 01.01.1993, Page 59
andvari PÁLMI JÓNSSON 57 unum sínum og uppskriftum. En oftar en ekki hafa þeir gleymt einu atriði, sem þó er harla mikilvægt, þegar lögð eru á ráðin um hið æski- legasta skipulag. Það er, hvernig tryggja á, að menn taki eftir tæki- færum til að bæta vinnubrögð sín, hagræða og spara, og hvernig menn geta síðan gripið þau, - valið og gengið stystu og greiðfærustu leið frá áætlun til veruleika, úr uppskrift í framkvæmdir. Hvað er það, sem hefur gert kapítalismann að einhverju mesta umbótaafli sögunnar? Það er auðvitað það svigrúm, sem hann veitir athafna- mönnum, frumkvöðlum, brautryðjendum. Djúpsæjustu hugsuðirnir, sem hafa fengist við að skýra kapítalismann, til dæmis Friðrik Ágúst von Hayek, hafa einmitt lagt áherslu á þetta atriði. Menn vita það ekki fyrir, hvernig best er og ódýrast að framkvæma hlutina; atvinnu- lífið er ekki eins og vél, þar sem aðeins þarf að stilla saman tannhjól, heldur eru þar ótal einstaklingar, heimili og fyrirtæki, að þreifa sig áfram; stundum rata menn á réttar leiðir, stundum mistekst þeim; aðalatriðið er þó, að menn hafi svigrúm til að gera tilraunir og tæki- faeri til að læra af þeim, ekki síst að leiðrétta jafnóðum mistök sín. Athafnamennirnir sjá fyrstir tækifærin og grípa þau, aðrir fylgja í fót- spor þeirra og tryggja, að hæfilegt jafnvægi myndist. Athafnamenn- irnir fylla á þennan hátt í skörð vanþekkingarinnar, stofna til nýrra viðskiptasambanda, nýta möguleika, sem áður voru ónýttir, full- nægja þörfum, sem áður var lítt eða ekki sinnt, þoka þekkingunni áfram. Pálmi Jónsson var dæmigerður athafnamaður. Eitt hið athyglis- verðasta í æviskeiði hans er, hversu vel hann fylgdist með öllum nýj- ungum í kaupsýslu og hversu ótrauður hann var að ryðja þeim braut hér á landi. Hann stofnaði einn fyrsta skyndibitastaðinn á íslandi, Is- borg í Austurstræti, en MacDonald’s og fleiri slíkir staðir hafa auð- vitað gerbreytt lífsháttum fólks, sparað láglaunafólki og öðrum ferðir heim með því að bjóða fram fljótafgreiddan mat á sæmilegu verði. Ekki fá allir hálfa aðra klukkustund í hádegismat. Pálmi stofnaði fyrstu afsláttarverslun á íslandi í fjósi Geirs bónda í Eskihlíð. Hann stofnaði fyrsta stórmarkaðinn á íslandi í Skeifunni 15. Hann stofnaði fyrstu húsgagnaverslunina á íslandi, þar sem menn gátu sjálfir sett saman húsgögn sín, IKEA. Og hann stofnaði fyrstu verslunarmið- stöðina á íslandi í Kringlunni. Erlendu orðin „fast food“, „discount store“, „supermarket“ og „shopping mall“ eiga sér íslenska skírskot- un í ævistarfi Pálma Jónssonar í Hagkaup. Með þrotlausu starfi sínu,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.