Andvari - 01.01.1993, Side 72
70
TRYGGVI GÍSLASON
ANDVARI
Kola- og stálbandalag Evrópu
Þessar eftirhreytur síðari heimsstyrjaldarinnar, uppbygging Evrópu og
áhrif kalda stríðsins á samvinnu þjóða og viðskipti samhliða ótta við að til
styrjaldarátaka kæmi að nýju var síðan kveikjan að Kola- og stálbandalagi
Evrópu (the European Coal and Steel Community, ECSC). Hinn 18. apríl
1951 undirrituðu Belgía, Frakkland, Ítalía, Lúxemborg, Holland og Vestur-
Þýskaland samning í París um samvinnu á sviði kola- og stálframleiðslu.
Var framleiðsla landanna sett undir yfirþjóðlega stjórn ríkjanna sex. Tók
samningurinn gildi í júlí 1952 og var um að ræða markaðsbandalag með
hráefni og vörur á þessum sviðum.
Hugmyndin að Kola- og stálbandalagi Evrópu var runnin undan rifjum
Roberts Schuman [1886-1963], sem var utanríkisráðherra Frakklands á ár-
unum 1948 til 1953, og aðstoðarmanns hans, hagfræðingsins og kaupsýslu-
mannsins Jeans Monnet [1888-1979] sem m.a. hafði gegnt starfi aðstoðar-
framkvæmdastjóra Þjóðabandalagsins á árunum 1919 til 1923. Robert
Schuman var úr flokki kristilegra demókrata. Hann vildi koma á samvinnu
með hinum voldugu stálfélögum Frakklands og Þýskalands, sem staðið
höfðu að baki vopnaframleiðslu ríkjanna í fyrri og síðari heimsstyrjöldinni
til að koma í veg fyrir hernaðarátök milli hinna gömlu erkifjenda sem átt
höfðu í ófriði um aldir.
Árið 1954 stóð Robert Schuman síðan að tillögu, sem lögð var fram í
franska þinginu, um að stofna hernaðarbandalag ríkjanna sex sem einnig
lyti yfirþjóðlegri stjórn. Tillögurnar, sem nefndar voru Plevenáœtlunin,
voru felldar í franska þinginu og lauk þá um hríð tilraunum manna til að
koma á nánari samvinnu þjóðanna á sviði varnarmála. Þær hugmyndir voru
hins vegar vaktar upp að nýju með Maastricht-samkomulaginu frá því í
desember 1991.
Þegar ekki reyndist unnt að fylgja eftir tillögum um hernaðarbandalag
ríkjanna sex var á ráðstefnu í Messina á Ítalíu í júní 1955 samþykkt að
stofna nefnd undir forsæti Pauls Henri Spaak [1899-1972], sem þá var utan-
ríkisráðherra Belgíu, til að kanna frekari samvinnu ríkjanna. Skilaði nefnd-
in áliti þegar árið eftir og lagði til að stofnað yrði efnahagsbandalag svo og
kjarnorkubandalag ríkjanna sex.
Hinn 25. mars 1957 voru svo í Róm undirritaðir samningar ríkjanna sex
um stofnun þessara tveggja bandalaga sem fengu nöfnin Efnahagsbandalag
Evrópu (á ensku the European Economic Community, venjulega nefnt the
Common Market, og á dönsku Det Europœiske 0konomiske Fællesskab)
og Kjarnorkubandalag Evrópu {the European Atomic Energy Community,
EURATOM). Gengu þessir samningar í gildi hinn 14. janúar 1958. Þessi