Andvari - 01.01.1993, Page 73
andvari
EVRÓPUBANDALAGIÐ
71
þrjú bandalög eru reist á þremur sjálfstæðum samningum og gildir hver
samningur aðeins fyrir hlutaðeigandi bandalag. Bandalögin þrjú eru það
sem á íslensku er nú kallað Evrópubandalagið en árið 1978 ályktaði þing
EB að bandalögin þrjú skyldu nefnd einu nafni sem á ensku er the Europe-
an Community og á dönsku De Europœiske Fœllesskaber. Með sérstökum
samningi frá 8. apríl 1965 urðu stofnanir EB hinar sömu fyrir bandalögin
þrjú. Af þessum þremur samningum er Rómarsáttmálinn víðtækastur.
Rómarsáttmálinn
Segja má að Rómarsáttmálinn sé eins konar stjórnarskrá ríkjanna sem að
honum standa. Með sáttmálanum var stofnað evrópskt efnahagsbandalag,
eins og segir í fyrstu grein hans, en grundvöllur þess er tollabandalag sem
tekur til allra vöruviðskipta, eins og segir í 9. grein sáttmálans. Markmið
bandalagsins var að stofna sameiginlegan markað og samræma í áföngum
efnahagsstefnu aðildarríkjanna og stuðla að samræmdri þróun í efnahags-
málum innan bandalagsins, stöðugum og jöfnum hagvexti, auknum stöðug-
leika og ört batnandi lífskjörum svo og að styrkja sambandið milli ríkja
þeirra sem bandalagið sameinar, eins og segir í 2. grein Rómarsáttmálans.
Samningurinn tók til flestra þátta í viðskipta- og þjóðlífi ríkjanna nema
menningar- og skólamála. Þau mál áttu að vera sérmál hvers lands. Með
Hvítbók EB frá því í júní 1985 (White Paper from the Commission to the
European Council) er svo gert ráð fyrir að löndin geri með sér samninga
um menningarmál og skólamál þannig að nú nær Rómarsáttmálinn með
viðaukum sínum til allra þátta þjóðlífsins. Gildir samningurinn ótímabund-
ið, eins og segir í 240. grein, og verður ekki sagt upp nema samþykki allra
annarra aðildarríkja liggi fyrir.
Hinn 1. janúar 1973 gerðust þrjú ríki aðiljar að Rómarsáttmálanum, Bret-
land, Danmörk og írland. Grikicland gerðist aðili að sáttmálanum 1981 og
árið 1986 fengu Portúgal og Spánn aðild eftir miklar umræður. Nú eru að-
ildarríkin því 12 talsins og mannfjöldi í ríkjum bandalagsins um 325 millj-
ónir en ríkin voru í upphafi 6 með um 200 milljónir íbúa.
Aðild að EB
Öll ríki Evrópu geta sótt um fulla aðild að EB. Fjallar ráð EB um umsókn-
ir og verður samþykki að vera samhljóða eftir að framkvæmdastjórnin hef-