Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 80
78
TRYGGVI GÍSLASON
ANDVARI
gleymast að í ríkjunum tólf, sem nú eiga aðild að bandalaginu, búa aðeins
um 5% jarðarbúa og þótt ríkjum bandalagsins kunni að fjölga eru engar
líkur á að íbúafjöldi í aðildarríkjum bandalagsins fari nokkru sinni yfir 7%
af samanlögðum mannfjölda jarðarinnar.
Utan EB eru - og verða - lönd sem þegar hafa stofnað til sterkra við-
skiptasambanda og haslað sér völl í framleiðslu og viðskiptum í heiminum.
Ber fyrst að nefna Bandaríkin, Kanada og Mexíkó sem væntanlega munu
undirrita sáttmála um Fríverslunarbandalag Norður-Ameríku, North-
American Free Trade Assosiation, NAFTA, síðari hluta árs 1993. NAFTA
verður sameiginlegur markaður um 370 milljóna manna þar sem framleidd-
ar eru vörur fyrir um 65 þúsund milljarða Bandaríkjadala. Bandalagið
stefnir ekki að myntbandalagi með sameiginlegum gjaldmiðli og einum
seðlabanka né heldur öðrum sameiginlegum stofnunum svo sem dómstól-
um. Löggjafarstofnanir og dómstólar hvers lands munu fjalla um ágrein-
ingsmál sem upp koma í samræmi við réttarvenjur sem þegar eru fyrir
hendi.
Samskipti aðildarrfkja NAFTA verða mun einfaldari og kostnaðarminni
en samskipti innan EB þar sem flóknar skrifræðisreglur og skrifræði er
þegar orðið áberandi. Grundvallarmunur NAFTA og EB er að sjálfsögðu
sá að NAFTA stefnir ekki að pólitískri sameiningu landanna (poltitical
union) eins og EB. í öðru lagi verða engir styrkir eða bætur úr sameigin-
legum sjóðum veittir í NAFTA heldur byggir það algerlega á hugmyndum
um frjálsa samkeppni.
Auk þessara þriggja ríkja eru ríki í Asíu og Afríku sem huga nú að versl-
unarbandalögum og eru að efla viðskipti sín og munu keppa við EB á öll-
um sviðum framleiðslu og viðskipta. Þessi ríki eiga eftir að móta nýjar hug-
myndir um verslun og viðskipti, lýðræði og mannréttindi. Er hér m.a. átt
við lönd í Asíu og Afríku sem undanfarin 30 ár hafa átt við mikla örðug-
leika að stríða en eru að jafna sig eftir hörmungar nýlendutímans og styrj-
aldir sem Evrópubúar hafa komið af stað.
Þá má nefna að Kínverska alþýðulýðveldið, þar sem liðlega fimmtungur
mannkyns býr, hefur opnað landamæri sín fyrir viðskiptum og verslun við
aðrar þjóðir og að áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er efnahagskerfi Kína nú
hið sterkasta í heimi samkvæmt nýjum viðmiðunum sjóðsins og hagvöxtur
meiri en annars staðar. Viðskipti milli landa, sem liggja að Kyrrahafi, eru
einnig að gerbreytast og er nú verið að ræða hugsanlegan verslunarsamn-
ing milli Bandaríkjanna, Japans og Kína og yrði sá markaður feiknaöflugur
þar sem byggi hálfur annar milljarður manna.
Einangrunarstefna EB út á við og flóknar reglur þess inn á við svo og
sterk miðstýring er heldur ekki í anda þeirrar stjórnmálastefnu eða hag-
fræðikenninga sem forystumenn bandalagsins og fylgismenn utan þess telja