Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1993, Page 80

Andvari - 01.01.1993, Page 80
78 TRYGGVI GÍSLASON ANDVARI gleymast að í ríkjunum tólf, sem nú eiga aðild að bandalaginu, búa aðeins um 5% jarðarbúa og þótt ríkjum bandalagsins kunni að fjölga eru engar líkur á að íbúafjöldi í aðildarríkjum bandalagsins fari nokkru sinni yfir 7% af samanlögðum mannfjölda jarðarinnar. Utan EB eru - og verða - lönd sem þegar hafa stofnað til sterkra við- skiptasambanda og haslað sér völl í framleiðslu og viðskiptum í heiminum. Ber fyrst að nefna Bandaríkin, Kanada og Mexíkó sem væntanlega munu undirrita sáttmála um Fríverslunarbandalag Norður-Ameríku, North- American Free Trade Assosiation, NAFTA, síðari hluta árs 1993. NAFTA verður sameiginlegur markaður um 370 milljóna manna þar sem framleidd- ar eru vörur fyrir um 65 þúsund milljarða Bandaríkjadala. Bandalagið stefnir ekki að myntbandalagi með sameiginlegum gjaldmiðli og einum seðlabanka né heldur öðrum sameiginlegum stofnunum svo sem dómstól- um. Löggjafarstofnanir og dómstólar hvers lands munu fjalla um ágrein- ingsmál sem upp koma í samræmi við réttarvenjur sem þegar eru fyrir hendi. Samskipti aðildarrfkja NAFTA verða mun einfaldari og kostnaðarminni en samskipti innan EB þar sem flóknar skrifræðisreglur og skrifræði er þegar orðið áberandi. Grundvallarmunur NAFTA og EB er að sjálfsögðu sá að NAFTA stefnir ekki að pólitískri sameiningu landanna (poltitical union) eins og EB. í öðru lagi verða engir styrkir eða bætur úr sameigin- legum sjóðum veittir í NAFTA heldur byggir það algerlega á hugmyndum um frjálsa samkeppni. Auk þessara þriggja ríkja eru ríki í Asíu og Afríku sem huga nú að versl- unarbandalögum og eru að efla viðskipti sín og munu keppa við EB á öll- um sviðum framleiðslu og viðskipta. Þessi ríki eiga eftir að móta nýjar hug- myndir um verslun og viðskipti, lýðræði og mannréttindi. Er hér m.a. átt við lönd í Asíu og Afríku sem undanfarin 30 ár hafa átt við mikla örðug- leika að stríða en eru að jafna sig eftir hörmungar nýlendutímans og styrj- aldir sem Evrópubúar hafa komið af stað. Þá má nefna að Kínverska alþýðulýðveldið, þar sem liðlega fimmtungur mannkyns býr, hefur opnað landamæri sín fyrir viðskiptum og verslun við aðrar þjóðir og að áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er efnahagskerfi Kína nú hið sterkasta í heimi samkvæmt nýjum viðmiðunum sjóðsins og hagvöxtur meiri en annars staðar. Viðskipti milli landa, sem liggja að Kyrrahafi, eru einnig að gerbreytast og er nú verið að ræða hugsanlegan verslunarsamn- ing milli Bandaríkjanna, Japans og Kína og yrði sá markaður feiknaöflugur þar sem byggi hálfur annar milljarður manna. Einangrunarstefna EB út á við og flóknar reglur þess inn á við svo og sterk miðstýring er heldur ekki í anda þeirrar stjórnmálastefnu eða hag- fræðikenninga sem forystumenn bandalagsins og fylgismenn utan þess telja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.