Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1993, Page 102

Andvari - 01.01.1993, Page 102
100 ANDRÉS BJÖRNSSON ANDVARI braut og sneri sér að franskri tungu, bókmenntum og heimspeki og hristi nokkuð af sér þýsku áhrifin þó að þau væru sterk. - Á háskólaárunum gaf hann út merka ritgerð, Um nýja skáldskapinn franska (Om den nyfranske Poesie), og eftir meistarapróf hans 1845 lá leiðin til Parísar, þar sem hann dvaldist 1846-47 og kynnti sér franska menningu, heimspeki og skáldskap af kappi. Að áhrifunum þaðan bjó Grímur Thomsen ævilangt. Hann kynnt- ist áhrifum júlíbyltingarinnar 1830 og lifði aðdraganda febrúarbyltingarinn- ar 1848 í París og sömuleiðis eftirköst hennar, er hann dvaldist í heimsborg- inni ári síðar, vorið 1849. Fylgdist hann þá með þeim boðaföllum sem hún olli um gervalla Evrópu, þegar einvaldsherrar komust í mát og urðu að láta mikið af völdum sínum í hendur þjóðþingum. Á þessum árum tók raunsæisstefna að skjóta rótum í franskri heimspeki og bókmenntum. Er þar oft fyrstur nefndur til sögu Auguste Comte (1798- 1857), höfundur heimspekilegrar raunhyggjukenningar (positivisma). Cour de philosophie positive kom út á árunum 1830-42. Comte er talinn höf- undur þjóðfélagsfræði. Sainte-Beuve (Charles Augustin, 1804-1869) var skáld og síðar ritskýr- andi. Árið 1831 tók hann að birta í „Tímariti tveggja heima“ (Revue des deux mondes) bókmenntaritgerðir sínar (Portraits littéraires) og hafði þar með fundið hæfileikum sínum réttan farveg. Um hann segir Francis Bull í Heimsbókmenntasögu sinni meðal annars: „Allar síðari bókmenntarann- sóknir eiga Sainte-Beuve skuld að gjalda.---Um starfsaðferð sína ritaði hann eitt sinn að hann leitaðist við að ná í allt aðgengilegt efni í ævisögu skálds, bæði stórt og smátt, - rit þess og bréf og aðrar lýsingar á höf- undinum og manninum í einkalífi hans. Þá lokaði hann sig inni í félagsskap með hinum látna, rannsakaði hann og spurði hann út úr, uns mynd tók að skýrast og Sainte-Beuve gat sagt við sjálfan sig: Greiningunni er lokið, myndin talar og lifir, maður er fundinn.-í lýsingum sínum á höfundum er hann meistari sem enginn hefur komist til jafns við. Hann heldur upp á sérkennandi atriði og myndræna smádrætti. Aldrei bregst virðing hans fyrir vísindalegri nákvæmni, og hann missir heldur aldrei sjónar á heildinni. Sköpun hans er í senn vísindi og list.---í samtímagagnrýni nær hann ekki jafn langt og í umfjöllun um höfunda liðins tíma.“ Franskri heimspeki og skáldskap kynntist Grímur Thomsen á stúdents- árum sínum í Kaupmannahafnarháskóla. í verðlaunaritgerð sinni 1841 (útg. 1843) telur hann Sainte-Beuve meðal helstu heimildarmanna sinna. Þar nefnir hann líka tímaritið Revue des deux mondes þar sem Sainte-Beuve birti sínar frægu greinar, Portraits littéraires, eftir 1831. Um hann hefur Grímur komist svo að orði að hann „gnæfi óendanlega hátt í fræðum gagn- rýninnar“, og frá Sainte-Beuve hefur hann dregið mikinn lærdóm um bók- menntastefnu sína, sem entist honum ævilangt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.