Andvari - 01.01.1993, Page 102
100
ANDRÉS BJÖRNSSON
ANDVARI
braut og sneri sér að franskri tungu, bókmenntum og heimspeki og hristi
nokkuð af sér þýsku áhrifin þó að þau væru sterk. - Á háskólaárunum gaf
hann út merka ritgerð, Um nýja skáldskapinn franska (Om den nyfranske
Poesie), og eftir meistarapróf hans 1845 lá leiðin til Parísar, þar sem hann
dvaldist 1846-47 og kynnti sér franska menningu, heimspeki og skáldskap
af kappi. Að áhrifunum þaðan bjó Grímur Thomsen ævilangt. Hann kynnt-
ist áhrifum júlíbyltingarinnar 1830 og lifði aðdraganda febrúarbyltingarinn-
ar 1848 í París og sömuleiðis eftirköst hennar, er hann dvaldist í heimsborg-
inni ári síðar, vorið 1849. Fylgdist hann þá með þeim boðaföllum sem hún
olli um gervalla Evrópu, þegar einvaldsherrar komust í mát og urðu að láta
mikið af völdum sínum í hendur þjóðþingum.
Á þessum árum tók raunsæisstefna að skjóta rótum í franskri heimspeki
og bókmenntum. Er þar oft fyrstur nefndur til sögu Auguste Comte (1798-
1857), höfundur heimspekilegrar raunhyggjukenningar (positivisma). Cour
de philosophie positive kom út á árunum 1830-42. Comte er talinn höf-
undur þjóðfélagsfræði.
Sainte-Beuve (Charles Augustin, 1804-1869) var skáld og síðar ritskýr-
andi. Árið 1831 tók hann að birta í „Tímariti tveggja heima“ (Revue des
deux mondes) bókmenntaritgerðir sínar (Portraits littéraires) og hafði þar
með fundið hæfileikum sínum réttan farveg. Um hann segir Francis Bull í
Heimsbókmenntasögu sinni meðal annars: „Allar síðari bókmenntarann-
sóknir eiga Sainte-Beuve skuld að gjalda.---Um starfsaðferð sína ritaði
hann eitt sinn að hann leitaðist við að ná í allt aðgengilegt efni í ævisögu
skálds, bæði stórt og smátt, - rit þess og bréf og aðrar lýsingar á höf-
undinum og manninum í einkalífi hans. Þá lokaði hann sig inni í félagsskap
með hinum látna, rannsakaði hann og spurði hann út úr, uns mynd tók að
skýrast og Sainte-Beuve gat sagt við sjálfan sig: Greiningunni er lokið,
myndin talar og lifir, maður er fundinn.-í lýsingum sínum á höfundum
er hann meistari sem enginn hefur komist til jafns við. Hann heldur upp á
sérkennandi atriði og myndræna smádrætti. Aldrei bregst virðing hans fyrir
vísindalegri nákvæmni, og hann missir heldur aldrei sjónar á heildinni.
Sköpun hans er í senn vísindi og list.---í samtímagagnrýni nær hann
ekki jafn langt og í umfjöllun um höfunda liðins tíma.“
Franskri heimspeki og skáldskap kynntist Grímur Thomsen á stúdents-
árum sínum í Kaupmannahafnarháskóla. í verðlaunaritgerð sinni 1841 (útg.
1843) telur hann Sainte-Beuve meðal helstu heimildarmanna sinna. Þar
nefnir hann líka tímaritið Revue des deux mondes þar sem Sainte-Beuve
birti sínar frægu greinar, Portraits littéraires, eftir 1831. Um hann hefur
Grímur komist svo að orði að hann „gnæfi óendanlega hátt í fræðum gagn-
rýninnar“, og frá Sainte-Beuve hefur hann dregið mikinn lærdóm um bók-
menntastefnu sína, sem entist honum ævilangt.