Andvari - 01.01.1993, Side 106
104
ANDRÉS BJÖRNSSON
ANDVARI
skrifar Vilhelm Andersen dálítinn kafla um Grím Thomsen, bókmennta-
lega stöðu hans og stefnu. Andersen hefur greinilega kynnt sér helstu rit
bókmenntalegs efnis sem eftir Grím liggja á dönsku og jafnvel íslensk ljóð
hans og ritar af skynsemi og skarpskyggni um áhrif þau sem hann varð fyrir
af heimspekilegum og fagurfræðilegum hræringum samtímans.
Andersen minnist á háskólarit Gríms um nýfranska skáldskapinn og
Byron lávarð, og bendir á að í báðum þessum ritum blandist áhrif frá Heg-
el og Sainte-Beuve. Hann segir að hið „sérkennilega“, sem dr. Grímur leit-
aði sífellt að, sé meginreglan í vel völdum þýðingum hans á dönsku í Ud-
valgte Sagastykker I og II (1846 og 1854), - sama máli segir hann gegni um
íslensk ljóðmæli Gríms (1880 og 1895). - „Af sömu ástæðu unni hann H.C.
Andersen sem taldi ritdóm Gríms í Dansk Maanedsskrift (1855) fyrstu full-
komnu viðurkenninguna á heimaslóð.“ - Enn segir Vilhelm Andersen:
„Með hliðsjón af Oehlenschláger hefur hann (Grímur) ennfremur gert
skýrar athuganir á séríslenskum einkennum á norrænum vettvangi.“
Nefnir Andersen í grein sinni helstu ritin sem Grímur skrifaði um sér-
kenni íslenskra bókmennta (1846 og 1857) og telur að bæði Ibsen og Björn-
son hafi orðið fyrir áhrifum frá þeim og nefnir til dæmis ritverk þeirra:
Hermennina á Hálogalandi eftir Ibsen og Halte Hulda eftir Björnson, sem
hann telur gerð eftir forskrift Gríms um fornnorrænt hugarfar eins og hann
hafði skýrt það í ritgerðum sínum. Þetta hugarfar og trúarlega forsendu
þess, trúna á mátt sinn og megin, telur Grímur að sjálfum Hegel hafi sést
yfir og einnig skáldskapinn sem því tengist. Grímur segir: „Sagnastíllinn
lýsir sér fremst í einstökum leiftrum tjáningarinnar og einkenni sögunnar í
þeirri kyrrleiksástríðu sem „sýgur“ inn í sig heiftina, svo að hún orki á innri
aflstöðvar ákvörðunarinnar.“ Andersen bendir á að Grímur muni í starfi
sínu erlendis hafa hagað sér samkvæmt þessari lífsskoðun. „Hann var barn
síns tíma“ (moderne Islænding). Grímur segir: „Magnþrungnar uppsprettur
andans verður að nota í sama hófi og sjálfa náttúruna, og lúti menn of
djúpt í bikar minninganna, drekka þeir sér óminni líðandi stundar.“
Greinar þær, sem Grímur Thomsen birti um skandinavísku skáldin
Andreas Munch, J.L. Runeberg, H.C. Andersen og verk þeirra á sjötta ára-
tug 19. aldar munu bera nokkur merki franskra áhrifa og það sama á lík-
lega við um fleiri ritsmíðar Gríms frá þessu tímaskeiði, til að mynda grein
um Tíberíus keisara og Filippus II. Spánarkonung. Greinin birtist fyrst í
tímariti A.F. Kriegers, Tilskueren, sem íslendingar nefndu Skoðarann, síð-
an var hún sérprentuð og þýdd á sænsku. Greinin minnir á Sainte Beuve og
er sögulegur samanburður á þessum tveimur einræðisherrum. í Tilskueren
skrifaði Grímur annars um Evrópustjórnmál samtíðarinnar.
★
Hér hefur nokkuð verið drepið á tengsl Gríms við erlendar bókmennta-