Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1993, Page 109

Andvari - 01.01.1993, Page 109
ANDVARI UM GRÍM THOMSEN OG RAUNSÆIÐ 107 þar sem í hlut átti maður geistlegrar stéttar. Kirkja og klerkar áttu ekki upp á pallborðið hjá honum. Enn skal bent á atriði sem kynni að valda því að Grímur sneri baki við góðkunningja sínum látnum. Það er kunnugt að mágur Gríms, Ásmundur Jónsson dómkirkjuprestur í Reykjavík og prófastur á Oddastað, taldi Pétur, sem þá var forstöðumaður Prestaskólans, hafa staðið sér öndverðan, þegar hann átti í vök að verjast 1850 og síðar í árásum sem embættismannastéttin varð þá fyrir. Ingibjörg, móðir Gríms, sneri sér þá til sonar síns og klagaði þetta mál og önnur fyrir honum. Grímur átti ekki hægt um vik, þar sem hann dvaldist í Hollandi um þetta leyti. Þó leitaði hann sem endranær til vinar síns, Brynjólfs Péturs- sonar. Hann gat ekki að öllu leyti fallist á framkomu séra Ásmundar, en vildi samt verða Grími vini sínum að liði. Sýnist hann hafa gert sitt besta til að leysa þetta mál, en Brynjólfur var þá orðinn helsjúkur og dó skömmu síðar (1851). Tortryggni séra Ásmundar í garð séra Péturs lá þó eins og fal- inn eldur árum saman. Átta árum síðar, þegar séra Ásmundur var aftur fluttur frá Reykjavík að Odda, gerir Grímur það sem hann hafði stundum gripið til áður, að hann krefur Pétur sagna um viðskipti þeirra séra Ás- mundar. Líklega hefur hann þá nýlega í íslandsferð hlustað á skoðanir mágs síns um þetta efni. Bréf Gríms finnast nú ekki, en hins vegar svar Pét- urs, sem bendir til að fyrirspurn Gríms hafi verið í vinsamlegum anda. Þar skriftar hann fyrir Grími á mjög trúverðugan hátt. - Verður ekki séð annað en Grímur hafi látið sér svarið lynda, og eftir að þeir Pétur biskup voru aft- ur samtíða á íslandi verður ekki vart neinna árekstra þeirra á milli. í ævisögu Péturs biskups segir, að þrátt fyrir nokkra keppni á fyrri hluta ævinnar hafi farið vel á með þeim séra Ásmundi og hafi hann jafnan heim- sótt biskup er hann var staddur í Reykjavík. Þeir Grímur sátu lengi saman á Alþingi, þar sem Pétur biskup var kon- ungkjörinn þingmaður, og um það eina efni ber Grímur afdráttarlaust lof á biskupinn í eftirmælum sínum, enda munu þeir oftast hafa verið þar sam- mála. Þá er þess loks að geta um Grím og Víðivallabræður, að eitthvert allra síðasta kvæði sitt orti Grímur eftir Jón Pétursson dómstjóra, en þeir Grím- ur dóu sama árið, 1896. í því kvæði er ekkert að finna annað en hlýju og vinsemd í garð hins látna manns. Þá forskrift raunsæis, sem Grímur gaf með eftirmælum sínum, fékk hann síðar endurgoldna í minningargrein Þorsteins Erlingssonar nokkurn veginn að fullu. ★ Undarleg er sú fullyrðing Þorsteins Erlingssonar að við lát Gríms sé engin þörf að skrifa neina leiðbeiningu fyrir þjóðina til að skilja skáldskap hans
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.