Andvari - 01.01.1993, Side 109
ANDVARI
UM GRÍM THOMSEN OG RAUNSÆIÐ
107
þar sem í hlut átti maður geistlegrar stéttar. Kirkja og klerkar áttu ekki
upp á pallborðið hjá honum.
Enn skal bent á atriði sem kynni að valda því að Grímur sneri baki við
góðkunningja sínum látnum.
Það er kunnugt að mágur Gríms, Ásmundur Jónsson dómkirkjuprestur í
Reykjavík og prófastur á Oddastað, taldi Pétur, sem þá var forstöðumaður
Prestaskólans, hafa staðið sér öndverðan, þegar hann átti í vök að verjast
1850 og síðar í árásum sem embættismannastéttin varð þá fyrir. Ingibjörg,
móðir Gríms, sneri sér þá til sonar síns og klagaði þetta mál og önnur fyrir
honum. Grímur átti ekki hægt um vik, þar sem hann dvaldist í Hollandi um
þetta leyti. Þó leitaði hann sem endranær til vinar síns, Brynjólfs Péturs-
sonar. Hann gat ekki að öllu leyti fallist á framkomu séra Ásmundar, en
vildi samt verða Grími vini sínum að liði. Sýnist hann hafa gert sitt besta til
að leysa þetta mál, en Brynjólfur var þá orðinn helsjúkur og dó skömmu
síðar (1851). Tortryggni séra Ásmundar í garð séra Péturs lá þó eins og fal-
inn eldur árum saman. Átta árum síðar, þegar séra Ásmundur var aftur
fluttur frá Reykjavík að Odda, gerir Grímur það sem hann hafði stundum
gripið til áður, að hann krefur Pétur sagna um viðskipti þeirra séra Ás-
mundar. Líklega hefur hann þá nýlega í íslandsferð hlustað á skoðanir
mágs síns um þetta efni. Bréf Gríms finnast nú ekki, en hins vegar svar Pét-
urs, sem bendir til að fyrirspurn Gríms hafi verið í vinsamlegum anda. Þar
skriftar hann fyrir Grími á mjög trúverðugan hátt. - Verður ekki séð annað
en Grímur hafi látið sér svarið lynda, og eftir að þeir Pétur biskup voru aft-
ur samtíða á íslandi verður ekki vart neinna árekstra þeirra á milli.
í ævisögu Péturs biskups segir, að þrátt fyrir nokkra keppni á fyrri hluta
ævinnar hafi farið vel á með þeim séra Ásmundi og hafi hann jafnan heim-
sótt biskup er hann var staddur í Reykjavík.
Þeir Grímur sátu lengi saman á Alþingi, þar sem Pétur biskup var kon-
ungkjörinn þingmaður, og um það eina efni ber Grímur afdráttarlaust lof á
biskupinn í eftirmælum sínum, enda munu þeir oftast hafa verið þar sam-
mála.
Þá er þess loks að geta um Grím og Víðivallabræður, að eitthvert allra
síðasta kvæði sitt orti Grímur eftir Jón Pétursson dómstjóra, en þeir Grím-
ur dóu sama árið, 1896. í því kvæði er ekkert að finna annað en hlýju og
vinsemd í garð hins látna manns.
Þá forskrift raunsæis, sem Grímur gaf með eftirmælum sínum, fékk hann
síðar endurgoldna í minningargrein Þorsteins Erlingssonar nokkurn veginn
að fullu.
★
Undarleg er sú fullyrðing Þorsteins Erlingssonar að við lát Gríms sé engin
þörf að skrifa neina leiðbeiningu fyrir þjóðina til að skilja skáldskap hans