Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1993, Page 116

Andvari - 01.01.1993, Page 116
114 ÚLFAR BRAGASON ANDVARI um sér. Enda vill hann ekki eða telur sig ekki þurfa að ganga á hólm við sjálfan sig. Baldur hafði heldur ekki hvatt hann til þess þar sem hann taldi innri mann hans þekkjast af kvæðunum. Þrátt fyrir að höfundur sjálfsævisögu leitist við að segja skilmerkilega frá er sagan sem hann rekur á vissan hátt tilbúningur hans. Hann velur úr efni, skipar því niður, fellir saman atvik ævi sinnar, lýsir mönnum og málefnum, þannig að allt lúti lögmáli frásagnarinnar (sjá Mandel 57). Stephan veit að hann þarf að ákveða hvað er „merkilegast af ótal ómerkilegum atvikum úr hversdagslegri æfi“. Tímaskortur hans og viljinn til að svara spurningum Baldurs og veita honum nokkra úrlausn setja frásögn hans skorður. Hversu langt hann teygir sig til að þóknast Baldri kemur vel fram í lok ævisögu- þáttarins en þar víkur hann að þeim orðum Baldurs að honum þyki Steph- an „ævinlega of orðfár“ og segir: Offáorður. Hefi rekið það af mér yfir á hinn öfgann. Afsaka mig á sama hátt og sagt er af Walter Scott. Hann ritaði bók, sem þótti lopakennd og leiðinleg. Af honum var ætlazt til betra. Hann var spurður að, hví hann hefði haft bókina svona langa. „Af því ég hafði engan tíma til að hafa hana styttri," á hann að hafa svarað [IV: 98]. Stephan skiptir æviágripinu upp í kafla að mestu leyti þannig að þeir sam- svara spurningunum í bréfi vinar hans frá 1. maí 1923. Þeir fjalla um aldur hans, heimili, ætterni, hagmælsku, foreldri, áhrif annarra, bækur, fyrstu hendingarnar, stjórnmál, sveitastörf, kirkjumálaafskipti, bóklestur, barns- minni og síðast ýmislegt. Efnisniðurröðunin er þó nokkuð önnur hjá hon- um en Baldri. Stephan svarar t.a.m. fyrirspurnum Baldurs um hvar hann hafi átt heima hér á landi, hvar hann hafi verið vestra og numið lönd, gift- ingarár sitt, aldur barna sinna og hvað þau stundi öllum í kaflanum um heimilið. Þá kemur hann einna síðast að spurningu Baldurs um æskuminn- ingarnar. Að bókakosti og bóklestri víkur hann tvívegis og eftir að hafa svarað spurningunni um viðhorf sín til stjórnmálaflokka í Vesturheimi bæt- ir hann við köflum um sveitarstjórnarstörf og afskipti af kirkjumálum sem Baldur hafði ekki spurt um. Bréf Baldurs ber með sér að hann hefur áhuga á ævi skáldsins út frá kvæðum hans en viðbætur Stephans og áherslurnar í frásögn hans sýna hversu afmarkað rúm ritstörfin höfðu í „hversdagslegri æfi“ hans, hvernig önnur störf hafa tekið tíma hans. I fyrstu eru sjálfsævisögudrög Stephans að mestu stuttorð svör við fyrir- spurnum Baldurs. Upphafsorðin sem áður var vitnað til slá tóninn. Stíllinn er hlutlaus og vísað er í heimildir þegar þær eru aðrar en minni höfundar. En eftir því sem á verkið líður verður Stephan sjálfstæðari gagnvart spyrj- andanum, sérstaklega undir lokin þegar hann fer að segja smásögur úr ævi sinni. Þá fyrst verður um eiginlega frásögn að ræða, atvik rakin, umhverfi og mönnum lýst nokkuð og samtöl rifjuð upp. Frásögnin er í fyrstu persónu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.