Andvari - 01.01.1993, Side 116
114
ÚLFAR BRAGASON
ANDVARI
um sér. Enda vill hann ekki eða telur sig ekki þurfa að ganga á hólm við
sjálfan sig. Baldur hafði heldur ekki hvatt hann til þess þar sem hann taldi
innri mann hans þekkjast af kvæðunum.
Þrátt fyrir að höfundur sjálfsævisögu leitist við að segja skilmerkilega frá
er sagan sem hann rekur á vissan hátt tilbúningur hans. Hann velur úr efni,
skipar því niður, fellir saman atvik ævi sinnar, lýsir mönnum og málefnum,
þannig að allt lúti lögmáli frásagnarinnar (sjá Mandel 57). Stephan veit að
hann þarf að ákveða hvað er „merkilegast af ótal ómerkilegum atvikum úr
hversdagslegri æfi“. Tímaskortur hans og viljinn til að svara spurningum
Baldurs og veita honum nokkra úrlausn setja frásögn hans skorður. Hversu
langt hann teygir sig til að þóknast Baldri kemur vel fram í lok ævisögu-
þáttarins en þar víkur hann að þeim orðum Baldurs að honum þyki Steph-
an „ævinlega of orðfár“ og segir:
Offáorður. Hefi rekið það af mér yfir á hinn öfgann. Afsaka mig á sama hátt og sagt
er af Walter Scott. Hann ritaði bók, sem þótti lopakennd og leiðinleg. Af honum var
ætlazt til betra. Hann var spurður að, hví hann hefði haft bókina svona langa. „Af því
ég hafði engan tíma til að hafa hana styttri," á hann að hafa svarað [IV: 98].
Stephan skiptir æviágripinu upp í kafla að mestu leyti þannig að þeir sam-
svara spurningunum í bréfi vinar hans frá 1. maí 1923. Þeir fjalla um aldur
hans, heimili, ætterni, hagmælsku, foreldri, áhrif annarra, bækur, fyrstu
hendingarnar, stjórnmál, sveitastörf, kirkjumálaafskipti, bóklestur, barns-
minni og síðast ýmislegt. Efnisniðurröðunin er þó nokkuð önnur hjá hon-
um en Baldri. Stephan svarar t.a.m. fyrirspurnum Baldurs um hvar hann
hafi átt heima hér á landi, hvar hann hafi verið vestra og numið lönd, gift-
ingarár sitt, aldur barna sinna og hvað þau stundi öllum í kaflanum um
heimilið. Þá kemur hann einna síðast að spurningu Baldurs um æskuminn-
ingarnar. Að bókakosti og bóklestri víkur hann tvívegis og eftir að hafa
svarað spurningunni um viðhorf sín til stjórnmálaflokka í Vesturheimi bæt-
ir hann við köflum um sveitarstjórnarstörf og afskipti af kirkjumálum sem
Baldur hafði ekki spurt um. Bréf Baldurs ber með sér að hann hefur áhuga
á ævi skáldsins út frá kvæðum hans en viðbætur Stephans og áherslurnar í
frásögn hans sýna hversu afmarkað rúm ritstörfin höfðu í „hversdagslegri
æfi“ hans, hvernig önnur störf hafa tekið tíma hans.
I fyrstu eru sjálfsævisögudrög Stephans að mestu stuttorð svör við fyrir-
spurnum Baldurs. Upphafsorðin sem áður var vitnað til slá tóninn. Stíllinn
er hlutlaus og vísað er í heimildir þegar þær eru aðrar en minni höfundar.
En eftir því sem á verkið líður verður Stephan sjálfstæðari gagnvart spyrj-
andanum, sérstaklega undir lokin þegar hann fer að segja smásögur úr ævi
sinni. Þá fyrst verður um eiginlega frásögn að ræða, atvik rakin, umhverfi
og mönnum lýst nokkuð og samtöl rifjuð upp. Frásögnin er í fyrstu persónu