Andvari - 01.01.1993, Síða 120
118
ÚLFAR BRAGASON
ANDVARI
sjálfslýsingu að hann hafi ekki látið aðra ganga á sér, trúi ekki á óskeikul-
leika kennisetninga og hafi haft vit fyrir sér sjálfur.
Þegar Stephan lítur um öxl sjötugur leggur hann megináherslu á að hlut-
skipti sitt hafi verið sjálfvalið, hann hafi tekið ábyrgð á sjálfum sér, verið
höfundur ævi sinnar. En það einkennir einmitt ritferil hans að hann gerir
kröfu til frelsis einstaklingsins og þorir að axla ábyrgð þess. Þörf hans til að
skrifa og viljinn til að taka þátt í menningarumræðu sinnar tíðar varð til
þess að hann notaði andvökustundirnar til ritstarfa. Stephan var homo
duplex, bóndi og rithöfundur. Þessi störf kepptust um tíma hans. Það var
þó ekki togstreita milli kvaðar og köllunar, hvorttveggja var honum nauð-
syn. í ræðu fyrir minni íslands, sem áður var vikið að, telur Stephan besta
fólkið vera einstaklinga sem „verja ævinni ekki einungis sér til uppeldis og
fjár, heldur til að bæta úr framtíðinni, þó það sé ekki nema að fá tvö strá til
að spretta, þar sem aðeins eitt þreifst áður [IV: 177-78]“. Þeir menn komist
næst því að verða ódauðlegir sem er minnst fyrir að hafa unnið til framtíð-
arheilla. Af Drögum til ævisögu má merkja að hann sjálfur vilji hafa unnið
í þeim anda og borið menningu íslendinga og manntaki gott vitni.
V
Stephan G. Stephansson brást fljótt við þegar Baldur Sveinsson vildi skrifa
um hann og veitti honum þá og síðar ýmsar upplýsingar um sig. Það kemur
auk þess fram í bréfum sem þeim fóru á milli að honum var annt um að
varðveita öll skrif sín og allt yrði gefið út sem eftir hann lægi. Þess vegna
vildi hann taka af öll tvímæli um hver hefði útgáfurétt verka sinna að hon-
um látnum (IV: 391-92). Drög til ævisögu bera því án efa vitni um það
hvernig Stephan óskaði að sín yrði minnst. Sama má segja um viðbæturnar
Úr „Skólasögunni“ og Afsökun, sem hann sendi Baldri síðar. Ritun þeirra
er hvorttveggja, atburður í lífi Stephans og niðurstöður hans um ævi sína
(sjá Gusdorf 43).
Stephani er ljóst að ævi hans og ritferli er að ljúka eins og sést m. a. af
því að hugur hans dvelur við hvernig búið verði um gröf sína (IV: 390, 395-
96): ævi sem byrjaði norður í Skagafirði 3. okt. 1853, ritferli sem hófst með
birtingu á kvæðinu Kveðju (til íslands) í Norðanfara 9. ág. 1873 og náði
þroska vegna fjarlægðarinnar frá íslandi. Ævi hans lýsti óbilandi þraut-
seigju við að fá tvö strá til að spretta þar sem aðeins eitt þreifst áður. Rit-
ferillinn einkenndist af iðni hans við að svara kalli, láta atburð leiða af at-
burði, orð vaxa af orði, texta af texta.