Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 123
ARNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR
Fyrstu Reykjavíkurárin
Þáttur úr œvi Guðmundar Magnússonar (Jóns Trausta)
Vorið 1898 hvarf Guðmundur Magnússon heim til ættjarðarinnar frá Kaup-
mannahöfn. (Sjá grein í Andvara 1992) Stefndi hann til Akureyrar og
dvaldist þar um sumarið. Á heimleiðinni mun hann hafa ort kvæðið / loft-
inu, allundarlegt kvæði fyrir þá sök að engu er líkara en Guðmundi finnist
hann ferðast með loftfari en ekki sjóleiðis. En víst er um það að hugurinn
ber hann hálfa leið til íslands frá Kaupmannahöfn.
Þetta sumar, 1898, kvæntist Guðmundur heitmey sinni, Guðrúnu Sig-
urðardóttur. Guðrún var norður-þingeysk að ætt. Að sögn Guðjóns Ó.
Guðjónssonar kynntust þau Guðmundur fyrst í skógarferð í Vaglaskógi
sumarið 1896, þegar Guðmundur beið skipsfars til Danmerkur á Akureyri
og þegar Guðmundur hélt úr landi voru þau heitbundin. Guðrún mun
engrar sérstakrar menntunar hafa notið í æsku, en reyndist þó manni sínum
samhent frá fyrstu stund. Hún var kona hagsýn en á því var ekki vanþörf,
einkum á fyrstu hjúskaparárum þeirra, og hún sá jafnan svo fyrir að hann
hefði næði heima fyrir til ritstarfa og annarra hugðarefna.
Þetta sumar vitjaði Guðmundur æskustöðvanna á ný eftir sjö ára burt-
veru. Um norðurferðina og endurfundina við móður og systkini eru nær
engar heimildir, einna helst lítil teikning af Rauðanúp og Karlinum svo-
nefnda, sem allar líkur benda til að sé gerð einmitt þetta sumar.
Á þeirra tíma mælikvarða hafði Guðmundi hlotnast frami meiri en al-
mennt gerðist. Ljóð hans birtust í stærstu blöðum landsins. Nám við annað
helsta leikhús Kaupmannahafnar mun hafa þótt allnýstárlegt og leiktjalda-
málarinn fengið yfir sig nokkurn ljóma í vitund alþýðu. Sjálfur hefur hann
ef til vill trúað því að hann ætti mikla framtíð fyrir sér sem ljóðskáld. En að
kunnugra sögn var ekki trútt um að kunningjum frá æskuárunum þætti
gæta nokkurs yfirlætis hjá honum enda undrast velgengni hans, viðhorf
sem raunar mun hafa mætt Guðmundi upp frá þessu, ekki síst á vinnustað.
Þetta sumar, 1898, bar fundum þeirra saman, séra Matthíasar Jochums-
sonar og Guðmundar. Tókst með þeim góð vinátta. Ætíð síðan fylgdist