Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1993, Page 123

Andvari - 01.01.1993, Page 123
ARNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR Fyrstu Reykjavíkurárin Þáttur úr œvi Guðmundar Magnússonar (Jóns Trausta) Vorið 1898 hvarf Guðmundur Magnússon heim til ættjarðarinnar frá Kaup- mannahöfn. (Sjá grein í Andvara 1992) Stefndi hann til Akureyrar og dvaldist þar um sumarið. Á heimleiðinni mun hann hafa ort kvæðið / loft- inu, allundarlegt kvæði fyrir þá sök að engu er líkara en Guðmundi finnist hann ferðast með loftfari en ekki sjóleiðis. En víst er um það að hugurinn ber hann hálfa leið til íslands frá Kaupmannahöfn. Þetta sumar, 1898, kvæntist Guðmundur heitmey sinni, Guðrúnu Sig- urðardóttur. Guðrún var norður-þingeysk að ætt. Að sögn Guðjóns Ó. Guðjónssonar kynntust þau Guðmundur fyrst í skógarferð í Vaglaskógi sumarið 1896, þegar Guðmundur beið skipsfars til Danmerkur á Akureyri og þegar Guðmundur hélt úr landi voru þau heitbundin. Guðrún mun engrar sérstakrar menntunar hafa notið í æsku, en reyndist þó manni sínum samhent frá fyrstu stund. Hún var kona hagsýn en á því var ekki vanþörf, einkum á fyrstu hjúskaparárum þeirra, og hún sá jafnan svo fyrir að hann hefði næði heima fyrir til ritstarfa og annarra hugðarefna. Þetta sumar vitjaði Guðmundur æskustöðvanna á ný eftir sjö ára burt- veru. Um norðurferðina og endurfundina við móður og systkini eru nær engar heimildir, einna helst lítil teikning af Rauðanúp og Karlinum svo- nefnda, sem allar líkur benda til að sé gerð einmitt þetta sumar. Á þeirra tíma mælikvarða hafði Guðmundi hlotnast frami meiri en al- mennt gerðist. Ljóð hans birtust í stærstu blöðum landsins. Nám við annað helsta leikhús Kaupmannahafnar mun hafa þótt allnýstárlegt og leiktjalda- málarinn fengið yfir sig nokkurn ljóma í vitund alþýðu. Sjálfur hefur hann ef til vill trúað því að hann ætti mikla framtíð fyrir sér sem ljóðskáld. En að kunnugra sögn var ekki trútt um að kunningjum frá æskuárunum þætti gæta nokkurs yfirlætis hjá honum enda undrast velgengni hans, viðhorf sem raunar mun hafa mætt Guðmundi upp frá þessu, ekki síst á vinnustað. Þetta sumar, 1898, bar fundum þeirra saman, séra Matthíasar Jochums- sonar og Guðmundar. Tókst með þeim góð vinátta. Ætíð síðan fylgdist
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.