Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1993, Side 124

Andvari - 01.01.1993, Side 124
122 ARNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR ANDVARI séra Matthías með skáldferli Guðmundar af lifandi áhuga og reyndist flest- um skyggnari á skáldeðli hans. í september 1898 er Guðmundur staddur á Seyðisfirði á suðurleið ásamt konu sinni, ugglaust í þeim tilgangi að heilsa upp á hollvini í Aróru, en svo var hús Skafta ritstjóra kallað, og aðra kunningja í bænum. Hinn 24. sept- ember las hann upp Ijóð í Bindindishúsinu og að sögn Austra var gerður að því góður rómur. Áður en Guðmundur fór frá Akureyri hafði hann skrifað stjórn Leikfé- lags Reykjavíkur, sem þá var nýstofnað, og falað starf sem leikstjóri hjá fé- laginu, en svo kallaðist á þeim árum sá er sjá skyldi um leiksviðsútbúnað. Gengu þau hjónin bæði í leikfélagið. Guðmundur var ráðinn umsjónar- maður í Iðnó, en fastan samning sem leiksviðsstjóri fékk hann ekki. Næstu árin hafði Guðmundur ýmis störf með höndum hjá leikfélaginu. Fyrst og fremst var hann leiktjaldamálari, einnig lék hann í nokkrum leikritum, þá var hann látinn annast förðun, jafnvel sjá um gerð leikbúninga. (Að sögn Lárusar Sigurbjörnssonar var Guðmundur fyrsti „Smink0r“ félagsins. Fyrir þetta starf hlaut hann ákúrur hjá Jóni Ólafssyni í leikdómi.) Loks afskrifaði hann leikrit fyrir önnur leikfélög. Fyrsta haustið sem Guðmundur starfaði hjá leikfélaginu var honum falið að mála leiktjöld í leikritinu Drengurinn minn eftir L’Aronge. Blöðin gátu leiktjaldanna mjög lofsamlega og var leikfélaginu talið happ að hafa ráðið þennan „sjónleikafræðing“ til sín. Jón Ólafsson komst svo að orði að „nýju leiktjöldin“, þ.e. kvistherbergið í síðasta þætti, væru snilldarvel gerð. Guð- brandur Jónsson minntist löngu seinna þessarar leiksýningar og fer að vísu neyðarlegum orðum um leikinn sjálfan: „En í þá daga þótti mikið til leiks- ins koma, og var sérstaklega tekið eftir kvistherbergistjöldum, sem hinn kunni rithöfundur Jón Trausti (Guðmundur Magnússon) hafði málað og þóttu svo frábært listaverk, að ritdómarar leiksins minntust vart á annað. Eg get enn séð þessi skolpgráu tjöld fyrir mér.“ Starf Guðmundar sem leiktjaldamálara hafði, svo sem hér kemur fram, farið vel af stað, en þó varð minna úr en hann mun hafa vænt sér. Kom það m.a. af því að félagið var félítið, tiltölulega fá leikrit tekin til meðferðar og síðast en ekki síst reyndi félagið jafnan að nota eftir föngum gömul leik- tjöld. Ekki verður neins staðar séð að Guðmundur hafi talið sig hafa leik- arahæfileika né fýst að fást við slík störf. Þó fór svo að hann lék í nokkrum leikritum hjá félaginu, jafnvel allveigamikil hlutverk. Má þar fyrst nefna leikritið Esmeralda eftir franskan höfund. Þar lék hann hlutverk elskhuga móti Guðrúnu Indriðadóttur. Guðmundur fékk miður góða dóma fyrir frammistöðu sína þótt leikdómurum kæmi saman um að hlutverkið væri erfitt og jafnframt leiðinlegt. En það var ritgarpurinn Jón Ólafsson, sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.