Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1993, Side 125

Andvari - 01.01.1993, Side 125
ANDVARI FYRSTU REYKJAVÍKURÁRIN 123 gaf Guðmundi þá einkunn sem eftir var tekið: „í stuttu máli sagt eru allar persónur vel leiknar nema Dave (Guðmundur Magnússon). Trélíkneski með lítilfjörlegum stálfjaðragormum gæti að mestu Ieyti gert sama gagn.“ I leikritinu Silfurbrúðkaupið eftir Emmu Gad lék Guðmundur stúdent á móti Solveigu Sveinsdóttur, ungri og glæsilegri stúlku, er þá þótti mikið leikkonuefni, en fór til Vesturheims. Þau höfðu áður leikið saman í Heim- komunni eftir Sudermann. Þetta varð annað síðasta hlutverk Guðmundar hjá leikfélaginu. En fyrir það hlaut hann vinsamlega dóma. Blaðið Reykja- vík kemst að þeirri niðurstöðu að í hlutverki Engelspe stúdents hafi Guð- mundur Magnússon loksins fengið viðfangsefni við sitt hæfi, er hann leysi af hendi með sóma. Síðasta hlutverk Guðmundar hjá leikfélaginu var í Skírninni eftir P. Sprensen 1902. Seinna lék Jens Waage þetta hlutverk. Síðari hluta vetrar 1901 birti Guðmundur óhlífinn ritdóm um sýningu leikfélags Hafnarfjarðar á Skuggasveini. Ber dómurinn með sér að Guð- mundur hefur með talsverðum rétti, samanborið við aðra leikdómara, talið sig bera skyn á leikmeðferð, leikstjórn, jafnvel gerð sjónleikja. í raun réttri ræðst Guðmundur hér á vanabundinn leikmáta og lágkúrulegan smekk, er leikfélögin ali á og notfæri sér. Eins og vænta mátti brugðust Hafnfirðingar illa við. Birtist svæsin árás- argrein í blaðinu Reykjavík þar sem Guðmundi var brugðið um oflátungs- hátt, vangetu til leikstarfa svo að leikfélagið hafi orðið að stinga honum undir stól, einnig er talað um „kerlingarlega“ meðferð hans á þjónshlut- verki í Drengnum mínum. Loks voru tekin upp hin neyðarlegu ummæli Jóns Ólafssonar um leik Guðmundar í Esmeröldu. Þessi svargrein var að því leyti ósanngjörn að leikfélagið hafði síður en svo stungið Guðmundi undir stól eftir leik hans í Esmeröldu. Þvert á móti voru honum oft fengin hlutverk, jafnvel í stærstu viðfangsefnum félagsins. En greinin var einnig dæmigert sýnishorn um persónulega rætni, er síðar gætti oft í dómum um rithöfundinn Guðmund Magnússon eða öllu fremur Jón Trausta. Enda stórreiddist hann, virðist ekki hafa fundið að sjálfur hafði hann að nokkru leyti boðið árásinni heim. Krafðist hann þess að stjórn leikfélagsins snerist til varnar fyrir starfsmann sinn, ella mundi hann ekki gegna störfum þar framvegis. Við þessari kröfu daufheyrðist félagið og varð lítið úr störfum Guðmundar á vegum þess þótt hann, líklega af fjárhagsástæðum, tæki að sér hlutverk í tveimur leikritum veturinn eftir. Sú braut sem hann hafði markað sér með námi sínu í Kaupmannahöfn var nú á enda. En allt til æviloka bjó hann að þeirri þjálfun, sem hann hlaut þar í dráttlist og meðferð lita. Um síðustu aldamót stóð félagsstarfsemi með miklum blóma meðal Góðtemplara í Reykjavík og víðar. Stúkan Einingin var höfuðvígi leiklistar í borginni. Margir fremstu leikarar leikfélagsins voru ötulir stúkufélagar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.