Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 135

Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 135
andvari í LEIT AÐ EILÍFUM SANNINDUM 133 þar sem hann útskýrir fyrir föður sínum trúar- og lífsviðhorf sitt sem á sér rætur í heiðnu uppeldi en blómgast til fulls við kynni hans af kristinni trú. Svertingur rekur einnig ferðasögu sína frá upphafi, margs konar hrakninga og kynni sín af fólki, einkum trúboðanum Porvaldi víðförla. Eftir frásögn Svertings segir Torfkell fóstri hans sína sögu um ferðir þeirra og fyllir upp í ýmsar eyður í frásögn Svertings og þá koma í ljós ólík- ar skoðanir þeirra á mönnum og málefnum. Og að lokum gerist Runúlfur frásagnarmaður og lýsir fyrir syni sínum hinum sögufrægu atburðum á Þingvöllum árið þúsund. En þessi frásagnaraðferð Hvítakrists á einmitt stóran þátt í að skapa þá breidd og fjölbreytileika sem verkið hefur um- fram Jörð vegna þess að með þremur ólíkum frásagnarmönnum skapast skilyrði til að mismunandi sjónarmið fái notið sín. Svertingur Runúlfsson verður fyrir kristnum áhrifum af kynnum sínum við menn á borð við Þorvald víðförla og Friðrek biskup. Viðmót Porvalds og persónutöfrar bera hugsjón hans svo fagurt vitni að Svertingur kemst ekki hjá því að hrífast af enda þótt hann sé alinn upp í heiðinni trú föður síns og hafi í fyrstu verið fullur efasemda í garð kristninnar. Svertingur seg- ir um Þorvald: . . . átti vinur minn í fórum sínum og fari eitthvað það, er ekkert spjót fær grandað. Sem ekki einu sinni útlegð bítur á. Eign, sem jafnvel mannlegur breyskleiki og brestir fá ekki tortímt. Dauðinn sjálfur mundi verða að gefast upp við að útrýma því...5 Og það er athyglisvert hvernig höfundur lætur hinn kristna Þorvald verða til þess að opna augu Svertings fyrir hinum nýju trúarbrögðum. En þótt Svertingur hafi hrifist af því einlæga trausti og göfgi sem sönn trú hefur í sér fólgna verður hann aldrei einhliða í afstöðu sinni því hann yfirvegar stöðugt lífsspeki þessara nýju trúarbragða og ber hana saman við þá gömlu og kemst að lokum að niðurstöðu um sameiginlegan kjarna: Einmitt sú staðreynd, að æra mannsins og máttur búi innra með honum, er boðskap- urinn nýi, dreginn saman í sem fæst orð, - er kjarni kristinnar trúar. . .6 Þarna er jafnframt komið að þeim grundvallarþætti sem, að mati höfundar, sameinar hin ólíku trúarbrögð. Og þetta sjónarmið, að æra mannsins komi innan frá, felur í raun í sér að hver einstaklingur geti haft það á valdi sínu að gefa trú sinni þá merkingu, sem geti leitt hann til gæfu. Einmitt þannig maður er Þorvaldur víðförli og þannig voru einnig hinir heiðnu Arnar- hvolsfeðgar. Þetta sýnir jafnframt hve einstaklingshyggjan er samtvinnuð trúarvið- horfi Gunnars sem í víðustum skilningi snýst um það að kjarni trúar- bragðanna sé einn og samur og allt þar fyrir utan sé hismi, formið eitt, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.