Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1993, Síða 136

Andvari - 01.01.1993, Síða 136
134 HALLA KJARTANSDÓTTIR ANDVARI ekki skipti neinu höfuðmáli. Þetta viðhorf er samofið einstaklingshyggjunni á þann hátt að í því felst jafnframt sú brýning, að hver maður leiti sjálfur að þessum kjarna og lifi eftir þeim sannleika sem þar er að finna. Pessi boð- skapur býr einmitt að baki þeim skilaboðum sem Svertingur sendir Torfkel fóstra sinn með til heiðins föður síns. Svertingur hvetur föður sinn til að íhuga af djúphyggni hvort hann þurfi í raun nokkuð að hafna eða fórna sinni innstu trúarsannfæringu þótt hann gangist við lögtöku kristninnar. Svertingur leggur jafnframt áherslu á að hann sé ekki að biðja um björgun frá lífláti heldur einungis að faðir hans ígrundi vel afstöðu sína. Runúlfur er eini heiðni trúmaðurinn í Hvítakristi sem sver sig í ætt við þá Arnarhvolsfeðga, þótt trú hans búi augsýnilega ekki yfir sama krafti. Enda virðist hún fyrst og fremst vera forlagatrú í þá veru að maðurinn sé háður utanaðkomandi öflum sem hann geti ekki haft áhrif á. En þessi trú- arskilningur er jafnframt í andstöðu við þá skoðun Svertings að æra manns- ins komi innan frá - að maðurinn skapi sér sjálfur örlög. Trúarathöfn Run- úlfs sem lýst er í upphafi sögunnar þar sem hann rýnir í spádómstákn er einungis framkvæmd til þess að leita svara goðanna við óorðnum hlutum. I þessu er litið á heiðnina sem steinrunna forlagatrú og fær hún þar með allt aðra merkingu en í Jörð en ef nánar er að gáð er þessi túlkun á heiðninni þó í engri mótsögn við þá sem birtist í Jörð. Viðhorf höfundar til trúar- bragðanna er augljóslega það að valdi hver sem á haldi og birtingarform trúarinnar sé því umfram allt háð þeirri merkingu sem hver maður gefur trú sinni. Þessi afstaða höfundar kristallast svo í trúarviðhorfi Svertings, einkum í því sem snertir hugmyndina um frjálsan vilja mannsins sem jafnframt gæðir forlagatrú Runúlfs dýpri merkingu: . . . hvað eru forlög annað en dulinn vilji mannsins sjálfs? Eða öllu heldur: Rökréttar afleiðingar þessa leynda vilja. Mér skilst, að heiðinn dómur skýri hluti þessa á þá lund, að forlögin séu maðurinn, fullmótaður: sénn og ósénn. Enginn má sköpum renna stendur þar. En þá væri raunar æviskeið einstaklingsins - úr skauti móður jarð- ar í skaut jarðar - jafnfast mótað fyrirfram og lag lima hans. Slíku er tæplega trúandi, eða svo finnst mér.7 IV Vangaveltur Svertings leiðir Gunnar síðan enn lengra og mótar skýrar í grein sinni „Örlög“, sem birtist í Árbók 46-47: Það, sem í örlagahugmyndinni norrænu felst, innst inni, er þetta: Það er hugarfarið, tegund viljans, sem að baki stendur alls hins skapaða og þess er skeður; - ekki aðeins þess, sem ætlað er að ske og til er stefnt, heldur einnig hins, er kemur óumbeðið og vér köllum tilviljun. Það eru einmitt geðhrifin að baki, draumljósið, trúarhleðslan eða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.