Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1993, Side 142

Andvari - 01.01.1993, Side 142
140 P. M. MITCHELL ANDVARI því að lesa þá sjálfa. En sannleikurinn er sá, að það er ekki auðhlaupið með dönskuna sína beint úr vísindahyggju-menntaskóla framan að þessum höfundi. Nokkur kynning á hugsunarhætti, rannsóknar- og höfundaraðferð ásamt ábend- ingum um takmarkanir alls þessa gæti vissulega komið sér vel. í þessu skyni virðist mér að vel mætti nota dálítið stykki af kaflanum um Þjóðstofn vorn í fornöld í bók P. M. Mitchells um Grpnbech. Þar er fjallað um fyrra hluta þessa fjögurra binda verks, þann hluta þar sem hugtakagrunnurinn er lagður að öllu hinu. Þessi hluti skiptir því langmestu máli sem kynning á öllu verkinu. Ég hef því fengið góðfús- legt leyfi höfundarins til að snara þessu úr dönsku til birtingar. - í fjölmörgum rannsóknum sem Grpnbech ritaði síðar á ævinni leitaði hann æ hins sama: hugar mannsins og trúar hans. Mitchell leitaði sér fróðleiks um Grpnbech hjá fólki sem þekkti hann persónulega og hjá ýmsum nemendum hans við háskólann í Kaup- mannahöfn. Segir hann engan þeirra hafa kunnað að svara því, hverju Grpnbech hefði sjálfur trúað, maður sem hafði af skáldlegri skyggni brotizt inn í hugmynda- heim nokkuð fjarskyldra trúarbragða og mystíkur. Ætli svarið sé ekki nokkuð sennilega það einfalda, að sjálfur muni hann hafa verið guðlaus trúmaður? En raunar skiptir það ekki máli fyrir lesendur hans. I I verkinu um Þjóðstofn vorn í fornöld vildi Gr0nbech leiða í ljós þau meg- inhugtök og þá handanefnislegu (metafysísku) skynjun heimsins sem var bakhjarl lífsins hjá því fólki sem skapaði norrænar bókmenntir fornar. Það má finna að bókinni, að efnið sem Grpnbech tekur til meðferðar er afar víðfeðmt í tíma sem í rúmi. Hann reyndi varla að takmarka athuganir sínar við tiltekið svæði, sem var í rauninni Noregur og ísland, en vildi þó láta ályktanir sínar þaðan heita gildar fyrir allt germanska svæðið (af þessu lá við, að leiddi vandræði á tíma þjóðernissósíalisma í Þýzkalandi). Ekki er heldur sennilegt, að sá heilleiki sem hann sýnir fram á með svo sannfær- andi hætti hafi verið ríkjandi mörgum öldum saman. Og það er ekki lítið varhugavert, að fyrst er ályktað út frá einu tímabili og síðan öðru. Gr0n- bech skapar nýtt, heildtækt veraldarviðhorf, en sú nýja heildarsýn, sem hann býr til á grundvelli þeirra hugtaka sem hann gerir grein fyrir, á að vera lík því heildarhorfi sem hafi verið kjarninn í trú fortíðarinnar og hún lifað eftir. Á grunni þekkingar sinnar á öllu því safni sem fornbókmennt- irnar eru, að viðbættum eðlisskyldum ritheimildum (til dæmis engilsaxn- eskum og fornfrönskum lögum) smíðar Grpnbech andlega veröld í sam- ræmi við þessar heimildir. Ándæfa má þeirri mynd sem hann dregur upp með því að segja, að líklega hafi hún aldrei verið til nákvæmlega eins og hann teiknaði hana. En þá má svara með því að benda á, að það handan- efnislega heimsviðhorf, sem hann reynir að setja upp og túlka, hafi aldrei
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.