Andvari - 01.01.1993, Qupperneq 144
142
P. M. MITCHELL
ANDVARI
sjálfri sér ekki hlutlægni, og um leið skortir hana þann anda sem auðkennir
aðferð Gr0nbechs.
Gr0nbech neytir nýrra orða, eða a.m.k. óvenjulegra, og nýrra hugtaka;
vafalaust vegna þess að hann vill ekki nota orð sem áður hefur verið íþyngt
af aukamerkingum og hugtengslum sem gætu leitt lesendur á villigötur.
Svo vekja nýju orðin líka athygli okkar. Við verðum að lesa þetta allt; get-
um ekki leyft okkur að stikla yfirum orð og setningar; og við sjáum ekki
með vissu fyrir, hvað hann ætlar að segja. Einnig það, að Gr0nbech átti
það til að renna nýjum merkingum í alþekkt orð, rekur til gaumgæfilegri
lestrar.
Pað hlýtur að hafa verið sannfæring Gr0nbechs að heimurinn sem mað-
urinn hrærist í væri mótaður af metafýsískri hugsun, andlegri spekt, nefni-
lega að það verulegasta og mest verða fyrir manninn væri það sem hann
trúir á, og að það sem hann trúir væri ekki það efnisheimslega. Ætla má að
það sé vegna þessa, að Gr0nbech efaðist sterklega um gildi fornleifafræði
sem leiðar til hlutlægrar sönnunar. Mörgum árum síðar, í Hellas I, (1934)
gerði hann skýra grein fyrir efahygli sinni gagnvart þessari fræðigrein: „Það
er hægt að læra margt um fólk með því að horfa á diskana sem það át af, en
af því verður fátt ráðið um það, um hvað þetta fólk var að hugsa á máltíð-
um. Þótt diskarnir séu ríkulega prýddir, jafnvel með myndum, færa þeir
okkur ekki nær fólkinu, meðan við höfum enga ritmálsleifð frá því til þess
að túlka myndskreytingarnar. Þetta á við um allt sem fornleifafræðin leiðir
fram: hús og hof, vopn og menn, tæki og goðamyndir; í slíkum hlutum finn-
um við ómetanlegt efni til þess að gera textana skiljanlega; en án beinnar
tjáningar úr huga fólksins eru og verða þessir hlutir gátur“ (bls. 7).
Grpnbech efast ekki um kraftinn í frumspekilegu hugtökunum, né um
mikilvægi trúarinnar; öðru nær, hann er sannfærður um að þetta sé mesta
aflið í lífinu. Það gildir einu, þótt þessi trúarbrögð séu skálduð. Við veitum
því athygli, að Grpnbech neitar því ekki, að það yfirnáttúrlega kunni að
vera til. En trúarbrögð geta blátt áfram verið túlkun mannsins á því yfir-
náttúrlega í hverri nútíð. Eins og Grpnbech sagði 1912 í ræðu sem hann hélt
til heiðurs Vilhelm Thomsen („Staða vísinda í þjóðlífinu“, pr. í Kampen
om Mennesket, 1930, bls. 38): „Allt er satt, en sannleikurinn er bara meiri
en hitt og þetta, því að trú er lífið sjálft í æðsta veldi sínu“. Þessi sannfæring
kemur fram hjá Grpnbech nokkrum sinnum í verkum hans síðar.
Önnur athugasemd í sömu ræðu (sama rit, bls. 34) varpar ljósi á aðferð-
ina og hugmyndina að baki Þjóðstofns vors: „Eins víst og það að allur
skilningur er endursköpun er og víst, að öll vísindaleg leit safnast saman í
þeirri stóru einingu, að allt er forsendur okkar sjálfra“. Og enn segir Gr0n-
bech í sömu ræðu (sama rit, bls. 23), að hlutlægni útiloki ekki skáldskap,
öðru nær: „Við verðum að gangast upp í athöfn okkar, verða eitt með