Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1993, Page 149

Andvari - 01.01.1993, Page 149
ANDVARI LEITANDI SÁLAR 147 óskepisástand beinir sálinni ögrandi ofan í myrkur“ (í tfmaritinu Edda IV[1915], bls. 45). Enda þótt varla verði sagt að hann hafi skilgreint hugtakið, talaði Gr0n- bech gjarna um tilvist sálarinnar og um grundvallarþýðingu hennar í lífi einstaklings og samfélags. Bæði sem einstaklingur með lifandi huga við líf- ið og sem trúarsögufræðingur hafði hann áhuga á að rannsaka, hvaða hug- myndir ólíkar þjóðir gera sér um sálina. Hann vildi ekki lýsa trú sundur- leitra þjóða og menningar með félagsvísindalegum og mannfræðilegum hugtökum, heldur vildi hann sjálfur með eigin hætti greina veru sálarinnar hjá því fólki sem hann athugaði, og komast að því, að hverju leyti þetta fólk skildi sjálft sál sína. Hann spurði þess, hvernig „sálin“ hefði verið sam- sett á fyrri tíð og við aðrar aðstæður. Hann leggur áherzlu á, að sá sem hafi trúað á fornnorræna guði hafi gengið veg dulrænnar (mystískrar) helgunar/ tileinkunar. Heiðnir menn á Norðurlöndum „unnu það afrek að verða nýtt fólk og endurskapa sig sjálfa í trúarskiptunum“ (bls. 29). Pað að íslandi varð svo greiðlega snúið til kristins dóms verður ekki skýrt nema með því, að lífið var ekki líf hvers eins. Og sú trú sem varð upp úr sinnaskiptunum á Norðurlöndum bar sitt eigið mót, til dæmis um það, að menn drukku minni Krists og heilagra. Hið dultrúarlega eða mystíkin, sú sem var fyrir í fornu norrænu trúnni, kom kristninni að gagni, enda þótt Grpnbech staðhæfi einnig: „Sá straumur af mystík sem hefur verið að slöngvast að og frá um síðustu þúsundir ára er ekki það sama og nokkur kirkja eða trúarbrögð“ (bls. 60). ÆVIATRIÐI OG RIT3 Vilhelm Peter Gr0nbech fæddist í Allinge á Borgundarhólmi 14. júní 1873. Hann lézt 21. apríl 1948. Ritverkið Vor Folkeœt i Oldtiden I-IV kom þannig út: 1909 Lykkemand og Niding (I), 1912 Midgárd og Menneskelivet (II), 1912 Hellighed og Helligdom (III), 1912 Menneskelivet og Guderne (IV). 1931 kom nokkuð breytt útgáfa á ensku, The Culture of the Teutons í þrem bindum. Á grunni ensku þýðingarinnar kom 1955 önnur útgáfa á dönsku í tveimur bindum. 1937-39 birtist þýzk þýðing, Kultur und Religion der Germanen, I-II. 1961 kom sú bók í sjöttu útgáfu. Nokkur önnur æviatriði og rit er einnig gott til kynningar að setja upp í töflu í tímaröð. Vísast til slíkrar töflu í bók Mitchells, bls. 250-252, en hann vitnar til Pouls Holst, Vilhelm Gr0nbech. En Bibliografi (Kaupmannahöfn, 1948). 1890 Grpnbech stúdent.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.