Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1993, Side 155

Andvari - 01.01.1993, Side 155
ANDVARI TVEIM TUNGUM 153 við þá „algeru nútímamennsku“ sem krafist var af skáldum. Þegar betur er að gáð voru íhaldssöm viðhorf hans jafnt til trúmála sem stjórnmála ekki þess eðlis að þau gætu átt upp á pallborðið í hinum nýjungaglöðu kollegum hans í braggamenningunni reykvísku. Það var því engin furða að Steinn Steinarr, páfi téðra atómskálda, léti þau orð falla í frægu viðtali við Stein- grím St. Th. Sigurðsson í Lífi og list 1950, undir yfirskriftinni „Hið hefð- bundna ljóðform er nú loksins dautt“, að Eliot væri ekki annað en „leiðin- legur kristinn hundur“. í sama streng tók raunar annar bókmenntapáfi þessa tíma, Kristinn E. Andrésson, sem nefnir Eliot hina mestu stoð „borg- aralegu afturhaldi“ þótt í annan stað „hið nýja hnitaða stálbeitta form“ hans geti verið gagnlegt þeim sem vilji „beita því í þágu framvindu mann- kynsins“.2 Svo spakleg var nú bókmenntaumræðan í þann tíð, en kannski að við getum nú, eftir að mesta moldviðrið kringum módernismann er yfirstaðið, úr fjarlægð okkar post-módernu fjölhyggju og hugsjónaleysis nálgast við- fangsefnið á annan hátt og þá kannski af meira hjartans lítillæti, enda hafa sumir talið þann eiginleika forsendu skilnings í flestum efnum. Og tæplega þurfum við nú, eftir um sjö áratugi frá útkomu Eyðilandsins að vera alltof uppteknir af að skoða það sem framúrverk og bíta í skjaldarrendur út af því, heldur ættum við í okkar aldarlokaspekt jafnvel að geta litið á það annaðhvort sem vitnisburð um merkar andlegar hræringar fyrr á öldinni eða þá sem óbrotgjarnt meistaraverk er skírskotar til allra tíma. Raunar getur það tvennt farið saman, og þá gæti verið ómaksins vert fyrir þá sem vilja nálgast það að gera sér fyrst nokkra grein fyrir þeim sögulegu og pers- ónulegu forsendum sem það er sprottið úr, sem og þeim almennu lífsvið- horfum er í því speglast. Það kemur sér því býsna vel fyrir lesendur þess hér og nú að því skuli fylgt úr hlaði með mjög svo greinargóðum eftirmála eftir þýðandann, Sverri Hólmarsson, þar sem brugðið er upp lifandi mynd af ævi skáldsins, auk þess sem ritferill þess er rakinn eins ítarlega og slíkur eftirmáli gefur rúm og tilefni til. Hér er lesandi einnig fræddur um misjafn- ar túlkunarleiðir kvæðisins, svo sem það hvort heldur við eigum að líta á það sem „napra krufningu á sjúkri samtíð“ eða þá, eins og menn hallast að „í seinni tíð“, hvort við getum skoðað það „sem persónulega tjáningu manns sem er staddur í sálar- og trúarkreppu“ og í því sambandi vitnað í orð Eliots sjálfs þar sem hann segir: „Fyrir mig var það ekki annað en að létta af mér persónulegum og öldungis ómerkilegum kvörtunum út af líf- inu; það er bara nöldur í reglubundinni hrynjandi“ (bls. 76). Hér er engu líkara en okkur sé stillt upp í valaðstöðu milli tveggja kosta, og við slíkar aðstæður er ekki um annað að ræða en að leggja niður fyrir sér það sem mælir pro og það sem mælir contra hvoru um sig. Það yrði sjálf-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.