Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1993, Page 163

Andvari - 01.01.1993, Page 163
ANDVARI TVEIM TUNGUM 161 þýtt og eru talsvert yngri, ort á árunum 1941-44, en það eru Útlegð, Rign- ingar, Snjóar og Kvæði til útlendu konunnar. Ólíkt Eliot sem dregur fram hið sundurtætta í samtíð sinni er Perse einatt að lofsyngja órofa samhengi alls sem er, og þar sem Eliot kvartar sáran yfir því að ekki sé einu sinni ein- vera á fjöllum, virðist Perse njóta hennar bærilega á eyðisöndum, fjarri skarkala tímans, engu líkar en að hann hafi tekið sér bólfestu í „auga eilífð- arinnar“ eins og einhver þóttist hafa gert. En í ytri lífsháttum sínum, sem Sigfús Daðason rekur skilmerkilega í eftirmála, virðist Perse hafa verið mjög sléttur og felldur eða jafnvel það sem kallast mætti „comme-il-faut- maður“ og að því leyti harla ólíkur þeim fyrirrennurum sínum í franskri Ijóðlist sem gengu undir nafninu „les poétes maudits“ eða skáldin bann- settu og „gömnuðu sér við brjálæðið" og „vopnuðust gegn réttlætinu“ svo notuð séu orð eins þeirra. Perse hins vegar gerist háembættismaður í utanríkisþjónustunni og við getum því séð hann fyrir okkur, ekki með harðkúluhatt og skjalatösku eins og bankamanninn Eliot, heldur sjakkettklæddan með hvítan hálsklút í samningamakki við stórmenni fréttaheimsins í Elysée-höll. Að vísu stafar ekki, ef betur er að gáð, frægðarljómi einskær af hinu diplómatíska starfi Perses, því vegur franskrar utanríkisþjónustu hefur oft verið meiri en á fjórða áratug þessarar aldar, þegar starf hennar virðist einkum hafa verið fólgið í því að semja af sér og láta undan þeim sem upphaflega stóð til að halda sem mest niðri, með þeim afleiðingum sem öllum eru kunnar. Perse á auðvitað heiður skilinn fyrir að hafa reynt að sporna við þessu, eins og rakið er í eftirmála Sigfúsar, en það varð honum dýrkeypt, að minnsta kosti á ytra borði, þar sem hann var á endanum útlægur ger á tímum Vichy- stjórnar. En þegar öllu er á botninn hvolft er ekki annað að sjá en að út- legðin hafi orðið skáldinu Perse til góðs, og þar með okkur Iesendum hans, enda er ekki fyrir það að synja að það virðist fara skáldi ólíkt betur að vera útlagi en diplómat, þótt bæði Grímur Thomsen og Pablo Neruda hafi fyllt síðarnefnda flokkinn. En sem útlagi er hann þó í síst verri félagsskap, og má þar nefna þau Sapfó, Tú Fú, Óvíd, Dante, Rabelais og Brecht sem voru í pólitískri útlegð eins og hann, Byron og Heine sem voru í sjálfvalinni út- legð frá sínu heimalandi og eins raunar þeir Eliot og Pound, að ógleymdum skáldunum hafnaríslensku sem ortu í öngum sínum og fengu fyrir ýmissa hluta sakir ekki að faðma „fósturlandið góða“. Ekki verður þó annað séð en að Perse hafi verið í dágóðu yfirlæti í sinni útlegð, umkringdur aðdáend- um og stuðningsmönnum á Long Beach U.S.A., og ekki þurft að upphefja neinar harmatölur eða Tristia eins og skáldbróðir hans Övíd gerði ótæpi- lega í sinni útlegð í Getalandi við Svartahaf. Þótt útlegðin sé vitaskuld yrkisefni hans, eins og nafn ljóðaflokksins bendir til, er hún síður en svo uppspretta nöldurs eða sjálfsvorkunnsemi, því Saint-John Perse fer um 11 Andvari
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.