Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 20

Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 20
18 ÁRNI BJÖRNSSON ANDVARI alysis. (Lauslega þýtt: Rannsóknir á endurbyggjandi og styrkjandi aðgerðum á beinagrind fótarins. Með sérstöku tilliti til samrunafesting- ar á smábeinum ökklans við meðferð á vansköpun fótanna eftir lömun- arveiki). Ritgerðin er á þriðja hundrað síður með fjölda skýringarmynda. A þessum tíma komu alltaf öðru hverju upp faraldrar af lömunar- veiki, hér á landi sem annars staðar. Þegar Salk bóluefnið kom til sög- unnar og lömunarveikinni var útrýmt var ekki lengur þörf fyrir aðgerð- ir sem lýst var í ritgerðinni, nema í undantekningartilvikum við sjald- gæfari tegundir lamana. Ekki er vitað með vissu, hversu margar aðgerðir í þessa veru Snorri gerði hér á landi eftir heimkomuna, en þetta svið var óplægður akur og hér voru mörg fórnarlömb lömunar- veiki, sem ekki höfðu fengið neina eftirmeðferð. Þátttaka í Finnlandsstyrjöldinni 1939- 40 Hinn 30. nóvember 1939 réðst rússneskur her inn í Finnland undir því yfirskini að styrkja vamir Leningradborgar gagnvart Þjóðverjum. Inn- rásin vakti mikla reiði á hinum Norðurlöndunum, en Finnland hafði, eins og þau lýst yfir hlutleysi. Hópur sjálfboðaliða, flestir læknar, aðal- lega skipaður Svíum, var skipulagður til að hlynna að særðum og sjúk- um á vígvellinum. Snorri gekk í þennan hóp og starfaði í honum til loka Vetrarstríðsins. Frá aðdragandanum að því ævintýri segir Snorri í viðtali við Svövu Jakobsdóttur sem flutt var í útvarpsdagskrá á fimmtugsafmæli finnska lýðveldisins 6. desember 1967. Það hefst svo: Mig langar þáfyrst að spyrja yður, dr. Snorri, um aðdraganda þess að þér réð- ust í þetta. Þessari spumingu hefði verið auðvelt að svara þá, um mánaðamótin nóvem- ber- desember 1939. Þá reis alda samúðar með hinni fámennu finnsku þjóð, þegar nágranninn í austri réðst inn í landið. Þessi alda magnaðist mjög mikið þegar ljóst var með hvílíkri hugprýði Finnar tóku á móti ofureflinu og hve mik- ill einhugur var með allri þjóðinni. Eftir á að hyggja er annað fleira sem kemur til greina heldur en bara samúð með Finnum og ósk um að hjálpa. Ég geri ráð fyrir að ævintýralöngun hvers einstaks einstaklings utan Finnlands, sem tók þá ákvörðun að taka verklegan þátt í stríðinu með Finnum, hafi átt verulegan þátt í þessu, auk tilviljanakenndra ástæðna, svo sem þeirra að menn voru einhleyp- ir, frjálsir og gátu gert það sem þeim sýndist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.