Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 115
ÞORSTEINN þorsteinsson
... en samt skulum við standa
uppréttir
s
A hálfrar aldar afmœli Ijóðabókar
Anð 1951 var merkisár í sögu íslenskrar ljóðlistar. Þá komu meðal annars út
eftirtaldar ljóðabækur sem allar voru áfangar í endumýjun skáldskapar okkar:
Svartálfadans eftir Stefán Hörð Grímsson, Imbrudagar eftir Hannes Sigfús-
s°n, og Ljóð 1947-1951 eftir Sigfús Daðason. Þeir Stefán Hörður og Hannes
v°ru þá um þrítugt og höfðu báðir sent frá sér ljóðabók áður, en Sigfús var
þeirra yngstur, aðeins 23 ára að aldri og var nú að kveðja sér hljóðs í fyrsta
sinn með bók, en nokkur kvæða hans höfðu áður birst á stangli í tímaritum.
Ætlunin er að skoða hér lítillega þessa frumraun Sigfúsar, nú þegar hálf öld
er liðin frá útkomu hennar, segja frá nokkrum atriðum er varða tilurð hennar
°g sögu, og reyna að sjá hana í víðara samhengi. En fyrst væri ekki úr vegi
að víkja örfáum orðum að manninum sjálfum og ferli hans frammað útkomu
ðókarinnar.
*
er Dalamaður og Snæfellingur,“ sagði Sigfús Daðason í viðtali við Ævar
Kjartansson sem tekið var í París haustið 1991, „fæddur á bæ sem nú er í
eyði, skammt frá Stykkishólmi, en fólkið mitt var annars úr Miðdölum og af
Skógarströnd á Snæfellsnesi norðanverðu.“ Sigfús var fæddur 20. maí 1928
eg fluttist fjögra ára gamall með foreldrum sínum og tveimur eldri systrum
jrá Innri-Drápuhlíð í Helgafellssveit að Hólmlátri á Skógarströnd, sem var
'nnsti bær á nesinu, næst Dölunum. Hvemig var aðbúnaðurinn á þessum
'yrstu bernskuárum? Torfbær var í Drápuhlíð en timburhús á Hólmlátri. Syst-
ar Sigfúsar eru enn á lífi og ég spyr þær hvernig verið hafi á Hólmlátri, hvort
^alt hafi verið í bænum. „Kalt!“ segir Ingibjörg Daðadóttir, „alveg hræðilega
^alt. Við vorum alltaf með kuldabólgu.“
Snemma bar á því að drengurinn dugði lítt til vinnu. Slíkt hét leti til sveita.
>,Heyrðu, Sigfús minn, ætlarðu að gá að hestunum fyrir mig,“ sagði Daði
°ndi við son sinn, sem þá kynni að hafa verið um fermingu, þegar þeir voru