Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 102

Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 102
100 SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR OG ÞORKELL ÁGÚST ÓTTARSSON ANDVARI byggð á frásögn af raunverulegum atburðurn. Því er fyrst til að svara að hvorki Góði hirðirinn né Aðventa er hrein „heimilda-saga“ (dokumentation) um ferðir Fjalla-Bensa. Höfundur breytir t. d. tímalengd, sleppir úr og bætir við atburðarásina og skáldar tilfinningar og hugsanir sögupersóna. Hins vegar má benda á að þó margt í Aðventu sé sögulegt þá útilokar það ekki textatengsl. Ekki er ólíklegt að þegar Gunnar las frásögnina af Fjalla-Bensa hafi það vakið hugsanatengsl við góða hirðinn í Jóhannesarguðspjalli og við starf Krists, en nafn frumgerðar Aðventu gefur það sterklega til kynna. Grein Gunnars Jóhannesar Arnasonar Árið 1992 birtist greinin „Þetta líf var hans“ eftir Gunnar Jóhannes Árnason í Andvara þar sem hann greinir Aðventu í heimspekilegu ljósi. Höfundur bendir réttilega á að Aðventa einkennist af kristilegum umbúnaði, en hafnar jafnframt að í sögunni felist kristileg túlkun. Þetta rökstyður hann með eftir- farandi orðum: Það er ýmislegt sem gefur tilefni til að ætla að við þurfum að endurskoða þessa [kristi- legu] túlkun. Aður en Benedikt leggur upp í ferð sína gefur hann sér ekki tíma til að fara til kirkju. Og á meðan á þrautargöngu hans stendur heyrist hann aldrei ákalla Guð, leggj- ast á bæn, eða biðja um vernd, sama á hverju gengur. Hann kemur ekki til byggða fyrr en annan í jólum. Aldrei heyrist hann þakka Guði fyrir að bjarga sér úr bráðum háska. Og það er reyndar aldrei gefið í skyn að Benedikt sé beinlínis að fara þessa ferð af trú- arlegum ástæðum, að þetta sé nokkurs konar pflagrímsför. Einungis að það sé hægt að túlka förina sem þjónustu við Guðs vilja, en ekki að það sé ástæða hennar. Það er varla hægt að líta á Aðventu sem helgisögu vegna þess að það er hvergi gefið í skyn að hann njóti handleiðslu Guðs, eða hafi staðist raunir sínar vegna trúarinnar. Og þegar öllu er a botninn hvolft, af hverju er honum gert að leggja svona óskaplega mikið á sig? Ekki er það sprottið af iðrun, vegna þess að hann er svo aumur syndari (1992: 172-173). Út frá þessari niðurstöðu sinni rökstyður Gunnar Jóhannes að boðskapur sög- unnar sé ekki kristilegur heldur húmanískur. Hér á hann ekki við að tilvist Guðs sé hafnað heldur einungis að Benedikt þurfi handleiðslu hans ekki við. Vissulega er rétt að Benedikt leggst aldrei á bæn, í orðsins fyllstu merkingu, en það eitt þarf ekki að fela í sér að hann leggi ekki í för sína af trúarlegum ástæðum. Gunnar Jóhannes bendir á að Benedikt gefi sér ekki tíma til að fara í kirkju áður en hann leggur af stað og komi ekki til byggða fyrr en á annan í jólum- Út frá þessu gefur hann sér að kirkjan skipti Benedikt ekki máli. Ef vel er gáð er augljóst að sú ályktun stenst ekki. Benedikt fór ekki í kirkju vegna þess að hann væri mótfallinn því, heldur vegna þess að hann var í tímaþröng og vildi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.